Sjalfstæðismenn út og suður í ESB-málum! Ekki Hægri grænir!
26.10.2012 | 00:15
Og enn hrópar hin sósíaldemókrataíska deild innan þingflokks
Sjálfstæðisflokksins að fráleitt sé að hætta aðildarferli Íslands
að ESB. Þrátt fyrir málaferli í Icesave gegn Íslandi, hótanir um
viðskiptaþvinganir í makríldeilunni, og þrátt fyrir að sjálft ESB
sé að verða ein rjúkandi rúst með handónýta evru!
Já mikið ótrúlega sterk tök hafa hin sósíaldemókrataísku öfl
innan Sjálfstæðisflokksins í flokknum. Sbr. leiðtogi þeirra Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir sem lætur nú ljós sitt skína á aðal-
fundi svokallaðra Sjálfstæðra Evrópumanna. Sjálfur fyrrverandi
vara-formaður Sjálfstæðisflokksins. En formaður Sjálfstæðra
Evrópumanna kemur einmitt úr Sjálfstæðisflokknum, Benedikt
Jóhannesson. Og fyrrverandi formaður flokksins Þorsteinn Páls-
son situr sem kunnugt er í sjálfri aðlögunarnefndinni um aðild
Íslands að ESB. Og fyrir skömmu skaffaði Sjálfstæðisflokkurinn
flokkskonu sína Sigurlaugu Önnu Jóhannesdóttir í framkvæmda-
stöðu hjá ´,,Já Ísland" sem berst fyrir aðild Íslands að ESB.
Já ótrúlega virkur virðist hinn sósíaldemókrataíski armur vera
í Sjálfstæðisflokknum. Nú í aðdragandi kosninga. Sem hlýtur að
vera Icesave-forystu flokksins þóknanleg, sem studdi leynt og
ljóst Þóru Arnórsdóttir forsetaframbjóðenda ESB-trúboðsins í
forsetakosningunum í sumar.
Nei Sjálfstæðisflokknum er ALLS EKKI TREYSTANDI í Evrópu-
málum. Ekki frekar en við stjórn efnahagsmála, Hrunflokkurinn
sjálfur!!!
Því er það gott að nú geta þjóðhollir borgarasinnar snúið sér að
hinu nýja alvöru-framboði til hægri, HÆGRI GRÆNUM! Og hvílt
hinn sósíaldemókrataíska Sjálfstæðisflokk. Sem allt of lengi hefur
fengið að leika tveim skjöldum á hægrikanti íslenzkra stjórnmála!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! www.xg.is www.afram-island/magasin.pdf
![]() |
Telur fráleitt að hætta aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.