Ólína á að skammast sín og hætta hræsninni!
1.11.2012 | 00:13
Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og mikill
ESB-sinni segist hafa áhyggjur af makríldeilunni við ESB og
Norðmenn. Og vill að Norðurlandaráð beiti sér í málinu. Þvílík
HRÆSNI Ólína! Ættir að skammast þín!
Sem mikill ESB- sinni gerir Ólína sér væntanlega grein fyrir
að væri Ísland í ESB væri í dag engin makríldeila. Brussel hefði
alræðisvald yfir makrílveiðum Íslendinga. Kannski þess vegna
sem Ólína vill ganga í ESB til að komast hjá slíkum persónuleg-
um áhyggjum og óþægindum í kóktel-boðum á þingum Norður-
landaráðs. . Því eftir inngöngu Íslands í ESB færi Brussel með
alla samninga Íslands varðandi svokallaða flökkustofna, sem
eru hvorki meir né minna en um 30% af öllum þeim fiski sem
Íslendingar veiða, þ.á.m makríl. Ólína vill sem sagt afhenda
Brussel yfirráð og alla samningagerð fyrir Íslands hönd á þessu
sviði yfir til Brussel. Fyrir þjóðarbúið yrði þetta tugir milljarðar
á ári sem Ísland myndi verða af. Því ALLIR samningar færu
fram á vegum ESB sem hefði heildarhagsmuni þess að leiðarljósi
en ekki Íslands.
Þá er öll framganga þessa þingmanns í sjávarútvegsmálum
með eindæmum. Þykist vilja hlut sjávarbyggða og sjómanna
við Íslandstrendur sem mestan á sama tíma og Ólína vill óð að
Ísland gagnist undi sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. JÁ
afhenda Brussel yfirráð yfir helstu auðlind þjóðarinnar á sama
tíma og hún segist vilja hana bundna sem þjóðareign í stjórnar-
skrá. Stjórnarskrá sem vikur strax fyrir þeirri í Brussel gangi
Ísland í ESB. Ólína!
Og hafandi mikinn áhuga á kvótamálum, hefur einhver heyrt
áhyggjur Ólínu af því að gagni Ísland í ESB fær allt togaraauð-
valdið innan ESB sama rétt og Íslendingar að kaupa upp
íslenzkar útgerðir og kvóta þeirra? Að íslenzk fiskveiðilögsaga
galopnist fyrir erlendu togaraauðvaldi, því frjálsar fjárfestingar
útlendinga í útgerð yrðu strax gerð 100% frjálsar við inngöngu
Íslands í ESB.
Það að þingmaður sem Ólína Þorvarðardóttir skuli gegna þing-
mennsku fyrir jafn mikilvægar sjávarbyggðir landsins og hún er
þingmaður fyrir, með jafn draumórakennda ESB-komplexa og
raun ber vitni, er með hreinum ólíkindum!
Hennar tími er liðinn eins og Jóhönnu & co!
P.S. Sem VESTFIRÐINGUR skammast mín mjög fyrir svona
þingmann Vestfirðinga og okkar allra sannra Íslendinga!
![]() |
Makríldeila hefur áhrif á samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er eins og að hlusta á aðila kvarta yfir barsmíðum frá manni sem er rúmliggjandi.... þ.e.a.s. að ekki þarf annað að gera en að standa í fæturna til að komast undan höggum.
Óskar Guðmundsson, 1.11.2012 kl. 08:40
Takk Óskar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2012 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.