Hægri grænir vilja stríð við hrægammasjóðina.Gott mál!
10.11.2012 | 00:27
Er stoltur af leiðtoga HÆGRI GRÆNNA Guðmundi Franklín
Jónssyni er hann fjallar tæpitungulaust um vogunarsjóðina á
vettvangi Hægri grænna. En hann segir...
,, Breyting á gjaldeyrislögunum rýmkuðu regluverkið fyrir
hrægammasjóðina, að koma gjaldeyri úr landi. Ef slitastjórn-
um þrotabúa gömlu bankanna tekst að klára nauðasamninga
á þessum ársfjórðungi, geta erlendu sjóðirnir greitt sér arð
upp á liðlega 78 milljarða út úr Arionbanka og Íslandsbanka.
Kaupverð hrægammasjóðanna á þessum kröfum var á bilinu
3-35% af nafnverði. Hægri grænir, flokkur fólksins skorar á
Alþingi að breyta lögunum aftur og tryggja að erlendir hræ-
gammasjóðir geti ekki sett þjóðarbúið á hliðina. Byggja verður
upp sterka samningsstöðu gagnvart erlendu hrægammasjóð-
unum. Flokkurinn leggur til að Seðlabankinn neiti skilanefndum
Kaupþings og Glitnis um að fara í nauðasamninga, en þá yrðu
Kaupþing og Glitnir teknir til gjaldþrotaskipta. Þar sem gjald-
þrota banki má ekki eiga ráðandi hlut í nýju bönkunum þyrftu
þrotabúin að selja eignarhlut sinn hratt. Mjög mikilvægt er að
erlendu hrægammasjóðirnir fái ekki fullt forræði yfir eignum
þrotabúanna, en tilgangur þeirra er að selja eignir sem fyrst
fyrir gjaldeyrir til að geta greitt sínum eigendum".
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að hópur manna
úr fjármálageiranum hafi átt neyðarfund með forseta Íslands
og skorað á hann að koma í veg fyrir að nauðasamningar við
kröfuhafa gömlu bankanna verði samþykktir. En greiðslu til
þessara hrægammasjóða gæti numið yfir 600 milljarða í
erlendri mynt og sett þjóðarbúið í þrot. ÞJÓÐARGJALDÞROT!
Já er stoltur af HÆGRI GRÆNUM að skynja hættuna og vilja
bregðast við þessum hrægammasjóðum af HÖRKU!. Setja þá
upp við vegg, því bakhjallar, samningsstaða, og samúð með
þeim er engin!!! Hvað þá i hinum alþjóðlega fjármálheimi.
Hin óþjóðholla vinstristjórn er hins vegar trúandi til alls, sbr.
Icesave . Þess vegna er gott á hafa þjóðhollan forseta á valda-
stóli í dag, til að grípa inn í sé þjóðarhagsmunum ógnað!
P.s. Væru ekki þingkosningar framundan lægi hin óþjóðholla
vinstristjórn HUNDFLÖT FYRIR HRÆGÖMMUNUM!
www.xg.is www.afram-island/magasin.pdf
Frestar framlagningu nauðasamnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þú ættir að kinna þér hægri græna betur áður en þú ausir hrósi yfir þá. Þetta er öfgafrjálshyggjuflokkur sem vill bara opna allt og leyfa allt. Ef að þú hatar ESB (sem að þeir seigjast gera, án efa til að fá fólk í lið með sér) að því að þú vilt ekki grafa undan sjálfstæði og efnahag landsins þá áttu ekki að styðja þá heldur. Hver er eiglega munurinn á því að eyðileggja landbúnaðinn með fríverslun eða ESB?
Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 17:38
RUGL Sveinn. Hægri grænir eru FRELSISFLOKKUR sem berst fyrir FULLVELDI
ÍSLANDS gegn allri einokun. Jón Forseti er okksr fyrirmynd. er m.a barðist gegn dönsku einokunni. Landbúnaðarkafli flokksins er í uppfærslu og ný breytt
uppfærsla birtist innan skamms, sem mun sýna að við ætlum að standa dyggan
vörð um íslenzkan landbúnað. Minni þig á að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem
kom EES ruglinu á, fjórfrelsinu er loks skóp hrunið. Sem Hægri grænir vilja
einmitt endurskoða!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.11.2012 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.