HÆGRI GRÆNIR vilja virkja forsetann í ESB & norðurslóðum


    HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, eru með fjölda nýhugmynda
í sinni ítarlegri stefnuskrá. Enda flokkur nýrra lausna og á margan
hátt gjörólíkur öðrum stjórnmálaflokkum sem nú bjóða fram.

   Ein af nýjustu hugmyndum  hans er að virkja forsetann meira í
þeim utanríkismálum sem mest varða þjóðarhagsmuni Íslendinga,
komist flokkurinn til valda. En í 21.gr. Stjórnarskrár Íslands segir:

   ,,Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann
enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á
landi eða landhelgi eða þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríki-
sins, nema samþykkis Alþingis komi til."  

    Á heimasíðu HÆGRI GRÆNNA www.xg.is segir að ,,það hefur sýnt
sig, svo ekki verður um villst, að forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar
Grímsson hefur yfirburða þekkingu á utanríkismálum. Hann bjargaði
þjóðinni frá drápsklyfjum Icesave samninganna og hefur staðið sig 
með miklum sóma í viðtölum við erlenda fjölmiðla og varið hagsmuni
þjóðarinnar á erlendum vettvangi í einni verstu efnahagsárás sem
gerð hefur verið á landið.

   Ef HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins ná góðu brautargengi eftir
kosningar ætlar flokkurinn að biðja forsetann  um að stýra eftirfar-
andi verkefnum á sviði utanríkismála:

    a. Vinda  ofan  af  ESB- samningarferlinu  eftir  afturköllun aðildar-
         umsóknarinnar.

    b. Stjórna viðræðum um sérsamninga við ESB í anda Sviss.

    c. Hafa yfirumsjón með samningum Íslands í málefnum norðurslóða."

     Svo mörg voru þau orð.  Ljóst er að hatrömm barátta er framundan 
fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands nú þegar senn sverfur til stáls í ESB-
umsóknarferlinu.  HÆGRI GRÆNIR ætla að skipa sér í sveit forseta Ís-
lands og annarra þjóðfrelsisafla til að verja fullveldið og gæta þjóðarhags-
muna Íslands, þ.á. m á norðurslóðum.

      Takk fyrir HÆGRI GRÆNIR!   ÁFRAM ÍSLAND!  

      www.xg.is  www.afram-island.is/magasin.pdf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Kannski, Guðmundur.  Við búum við svo mikið óöryggi núna að maður þorir næstum ekki að kjósa neinn flokk og aldrei og alls, alls ekki núverandi ömurlegu stjórnarflokkana.

Elle_, 13.11.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband