Styðja sjálfstæðismenn varnarleysistefnu vinstrimanna?


    Athygli vekur að úr hópi sjálfstæðismanna hefur ekki heyrst og
heyrist ekki enn hvorki stuna né hósti um 3l. gr. um breytingu á
stjórnarskrá. En þar er íslenzkri þjóð ein þjóða heims bannað   í
stjórnarskrá, að verja land og þjóð, verði á það ráðist. En 31. gr.
hljóðar svo. ,, Herskylda má ALDREI lögleiða á Íslandi"

   Nú er það svo að fjölmargar þjóðir hafa afnumið herskyldu, en
ENGIN þjóð hefur bannað hana í stjórnarskrá. Þótt við Íslendingar
höfum  ekki  enn  komið okkur  upp  heimavarnarliði, og  alls ekki
stendur til  að  taka  upp  herskyldu  á  Íslandi, er gjörsamlega út
í hött að setja slíkt fáránlegt ákvæði í stjórnarskrá fullvalda og
sjálfstæðs ríkis. Skilaboð til umheimsins munu vekja forundrun!
Hvergi á byggðu bóli eru slík uppgjafar skilaboð send og lögfest
í stjórnarskrá.

   Ljóst er að þarna eru vinstrisinnaðir róttæklingar og vinstri-
sinnaðir öryggis-og varnarleysissinnar að verki. Stór furðulegt
að þeim hafi tekist að smygla þessu inn í stjórnarskrá-ákvæði.
En enn stórfurðulegra er að hvorki mótmæli né athugasemd
hafa komið fram frá þingliði Sjálfstæðisflokksins og því síður
Framsóknar.

   Alltaf að koma betur og betur í ljós hvað hinn þjóðhættulegi
sósíaldemókrataismi er orðinn sterkur meðal Fjórflokksins  í
dag. Sem lætur m.a hina ósvífnustu róttæklinga til vinstri vaða
uppi í öryggis- og varnarmálum Íslands..........

   Ekki skrítið þótt maður halli sér til HÆGRI GRÆNA!
   

mbl.is Vill ekki áfangaskipta vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband