Nú er tækifæri fyrir Hægri græna, flokk fólksins
25.11.2012 | 00:20
Nú þegar skýrast framboðsmálin hjá Sjálfstæðisflokknum, er ljóst
að full þörf er á hægrisinnuðum framfaraflokki hægra megin við Sjálf-
stæðisflokkinn. Ljóst er að fólkið í landinu er einfaldlega ekki búið að
fyrirgefa Sjálfstæðisflokknum fyrir eitt mesta efnahagshrun Íslands-
sögunar. Enda sýnir léleg þátttaka í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins
það, þar sem þau hafa verið haldin.
Formaður Sjálfstæðisflokksins fékk í raun reisupassan í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi, meðan yfirlýstur ESB-sinni fékk
glimrandi kosningu í annað sætið. Skandall!
Þótt Hanna Birna hafi sigrað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík í lélegri kjörsókn, er það ekkert til að hrópa húrra fyrir. Manneskjan
sem bókstaflega rústaði fylgi flokksins í síðustu borgarstjórnarkosning-
um, vegna lélegrar stjórnvisku enda makkandi stöðugt við vinstriöflin
í borginni, sem kom henni og flokki svo í koll. Sem lofar ekki góðu um
framhaldið þitt á landsvísu, Hanna Birna!
Það a.m.k 20- 30 % af 10 efstu frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins skulu vera eindregnir ESB-sinnar utan þeirra sem hálfvolgir
eru veldur ugg. Í raun SKANDALL!
Enn og aftur hefur sannast hversu hin sósíaldemókrataísku öfl eru
sterk innan Sjálfstæðisflokksins, sem stöðugt afleiða hann frá upphaf-
legri borgaralegri skyldu sinni. - Gildum EINSTAKLINGSFRELSIS og
ÞJÓÐFRELSIS!!!
Haldi HÆGRI GRÆNIR, flokkur fóksins nú vel á spöðunum og bjóði
fram í öllum kjördæmum sterku og heiðarlegu fólki, eru tækifærin fyrir
flokkinn mörg á hægri kanti íslenzkra stjórnmála í dag.
p.s!
Formaður flokksins, Guðmundur Franklín Jónsson verður í spjalli á
Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvet alla til að hlusta!
www.xg.is www.afram-island.is/magasin.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.