Þess vegna vilja Hægri grænir virkja forsetann í utanríkismálum!
16.12.2012 | 00:27
Enn og aftur vekur Hr. Ólfar Ragnar Grímsson forseti Íslands,
athygli á mikilvægi sjálfstæði smáþjóða. Nú í viðtali við frétta-
skýringaþáttinn Newsnight. En einmitt vegna einarðar afstöðu
sinnar í fullveldis- og þjóðfrelsismálum Íslendinga, hlaut Ólafur
afgerandi kosningu sem Forseti Íslands í 5.sinn s.l.sumar. Og
þá ekki hvað síst í harðri afstöðu hans gegn aðild Íslands að ESB.
Gagnstætt forystu Sjálfstæðisflokksins studdi forysta Hægri
grænna forseta Íslands. Meðan flokksforysta Sjálfstæðisflokk-
sins studdi fulltrúa sósíaldemókrata og ESB-trúboðsins. Leynt
og ljóst! SKANDALL!
Þess vegna vilja Hægri grænir nú virkja forsetann í utanríkis-
málum með vísan til 21 gr núverandi stjórnarskrár.
Í stefnuskrá Hægra grænna segir:
,,Ef Hægri grænir, flokkur fólksins ná góðu brautargengi eftir
kosningar ætlar flokkurinn að biðja forsetann um að stýra eftir-
farandi verkefnum á sviði utanríkismála:
1. Vinda ofan af ESB samningarferlinu eftir afturköllun aðildar-
umsóknarinnar.
2. Stjórna viðræðum um sérsamninga við ESB í anda Sviss.
3. Hafa yfirumsjá með samningum Íslands í málefnum norður-
slóða. "
Hægri grænir, flokkur fólksins, vill þannig nýta þá miklu þekkingu,
og reynslu, auk virðingar sem forseti vor hefur aflað sér á alþjóða-
vettvangi á sínu langa forsetaferli, í því að vinada ofan af allri
lönguvitleysunni sem núverandi utanríkisráðherra hefur fengið að
ástunda á s.l. árum, í umboði hinnar óþjóðhollu vinstristjórnar.
www.xg.is www.afram-island.is/magasin.pdf
p.s sem betur fór fékk ekki frambjóðandi X.D og sósíaldemó-
krata kosningu!
Ólafur Ragnar: Sjálfstæði er ekki stórslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.