Svíkja X-B og X-D með framsals fullveldis í stjórnarskrá?
20.1.2013 | 00:30
Afar ánægjulegt var að sjá hversu örfáar hræður komu saman
við Austurvöll í gær til að krefjast að lýðveldisstjórnarskráin frá
1944 víki fyrir hinni ESB-væddu stjórnarskrá hiðs ólöglega stjórn-
lagaráðs. Enda tillögur stjórnlagaráðs í skötulíki, hvorki fugl né
fiskur. Einungis settar fram til að öll helstu fullveldisákvæði núver-
andi stjórnarskrá verði útþurrkuð svo að aðild Íslands að ESB nái
fram að ganga.
En hvað ætla Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Ætla
þessir flokkar virkilega að fara að gefa afslátt af hinum mörgu
fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar? Svo að ESB-sinnum takist
sitt ætlunarverk? En núverandi stjórnarskrá er í dag helsta hindrun
þess að Ísland geti gerst aðili að ESB.
EES- samningurinn er þegar og var strax í upphafi á mjög gráu
svæði hvað fullveldið varðar. Löngu tími er því kominn til að endur-
skoða hann með tvíhliða viðskiptasamningi við ESB í huga sbr.
Sviss. Enda olli EES-samningurinn mesta efnahagshruni Íslands-
sögunar, því án hans hefði bankahrunið aldrei geta orðið bara
tæknilega séð.
Vel verður fylgst með Framsókn og Sjálfstæðisflokki næstu daga.
Munu þeir svíkja í Evrópumálum eins og kommarnir Vinstri grænum?
Kemur í ljós! Spennandi að sjá!
Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ágæt mál Guðmundur Jónas og full þörf á að fá við því svör á næsta landsfundi á hvernig skautum væntanlegur formaður ætlar að vera næsta kjörtímabil.
Vandi okkar er að annað hvort höfum við Sjálfstæðis flokk með trúverðugleika, eð að við fáum ríkisstjórn smíðaða úr samsafni af fjórum eða fimm flokkum.
Við þurfum á Sjálfstæðisflokknum að halda, ef við ætlum að halda áfram að eiga heima hér. Þetta smáflokka partý hefur eigan stöðugleika og allrasíst þegar þeir eru komnir fjórir eða fimm saman.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.1.2013 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.