HÆGRI GRÆNIR orðnir raunhæft val til hægri !
3.2.2013 | 15:10
Ljóst er að HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, er í sókn og eru
að styrkja sig á hægri kanti íslenskra stjórnmála. Mælast nú
með 6% fylgi skv. skoðanakönnun sem Plúsinn gerði fyrir
útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni og birt var í morgun.
Og eru þar með komnir með menn í þing.
Á sama tíma minnkar fylgið við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig að
augljóslega er að eiga sér stað athyglisverð breyting og hreyfing
á hægri-kantinum. Sjálfstæðisflokkurinn er nú að gjalda fyrir afglöp
Icesave-forystu flokksins og meirihluta þingmanna hans, auk þess
sem fjöldi hægrisinnaðra kjósenda geta enn ekk fyrirgefið Sjálf-
stæðisflokknum efnahagshrunið í samstarfi við sósíaldemókrata-
ísku vini sína í Samfylkingunni. Nýtt hægrisinnað og þjóðholt afl
er því kærkomið fyrir borgarasinnaða kjósendur, og löngu tíma-
bært til að veita Sjálfstæðisflokknum ærlegt aðhald frá hægri.
Stefna HÆGRI GRÆNNA er skýr og klár sbr. www.xg.is - Og nú
er í fullum gangi vinna að stilla upp á lista um land allt. En allir
borgarasinnaðir kjósendur eru hvattir á heimasíðu flokksins til
stuðnings og framboðs fyrir flokkinn um land allt. En á landsfundi
flokksin 9 mars n.k verður formlega gengið frá öllum listum flokk-
sins.
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! ÁFRAM ÍSLAND! www.xg.is
Vinstri-grænir með 5,7% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hægri grænir orðnir stærri en vinstri grænir.
Vá. Þetta er nokkuð sérstakt.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2013 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.