Svikur stjórnarandstaðan fullveldið ? Ekki Hægri grænir!
9.2.2013 | 00:22
Nú þegar hin ESB-sinnaða ríkisstjórn krata og kommúnista sér
að ekki takist að keyra hið stórgallaða stjórnarskrámál í gegn, á
að freista þess að ná samkomulagi við stjórnarandstöðu um
vissar mikilvægar breytingar á stjórnarskránni. Og þá ALVEG
SÉRSTAKLEGA um öll FULLVELDISÁKVÆÐI hennar SVO ÍSLAND
GETI GENGIÐ Í ESB. - En það var HÖFUÐ ÁSTÆÐA þessarar
stjórnarskrárbreytingar að ESB-væða stjórnarskrána með ESB-
aðild í huga.
En hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn nú? Munu
þeir fallast á stórfellt fullveldisframsal sbr. td. grein 111? ÞVERT
Á VILJA ÞJÓÐFUNDARINS UM NÝJA STJÓRNARSKRÁ! Geri þeir
það eru þessir flokkar ENGU MINNI ÞJÓÐSVIKAFLOKKAR í full-
veldismálum og kratarnir og kommúnistarnir. Fyrir það munu
þeir þungt refsað í komandi kosningum!
Í stefnuskrá HÆGRI GRÆNNA, flokki fólksins um ESB-málefni
segir.:
x. VIÐ SEGJUM NEI VIÐ ESB.
x. ÍSLENDINGAR EIGA EKKI AÐ GEFA EINA TOMMU AF FULLVELDI
SÍNU.
x. ÞAÐ TÓK MEIRA EN 682 ÁR AÐ GERA ÍSLAND AÐ SJÁLFSTÆÐU
LÝÐVELDI. "
Skv. þessari skýru stefnu HÆGRI GRÆNNA, flokki fólksins, er
alveg ljóst að sá flokkur gæti aldrei samþykkt t.d grein 111 um
framsals ríkisvalds eða staðið að framsal fullveldis af nokkru tagi.
Enda vill flokkurinn endurskoðun á EES.
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! www.xg.is
www.afram-island.is/islandsmagasin.pdf
Ekki ný stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
GJK þú segir í pistli þínum Hið stórgallaða stjórnarskrármál. Hvað er gallað í stjórnarskrármálinu? Vona að þú sér ekki einn af þeim mörgu sem farið hafa gegn stjórarskránni með rakalaust kjaftæði.
GJK Hér er niðurlag 111 gr sem segir skýrt að til þurfi að koma bindandi þjóðaratkvæðagreðsla. Hvaða bull er að framselja fullveldið án þjóðarvilji liggi að baki. Eins er síðan hægt að afnema slíka samniga með sama hætti.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.
Ólafur Örn Jónsson, 9.2.2013 kl. 02:47
Ólafur. Nánast allur fræðaheimurinn hefur gert ótal ótal alvarlegar athugasemdir
um fjölmörg atriði núverandi tillögur að breyttri stjórnarskrá. Þannig það eru þá
fleiri en ég sem fara með ,,rakalaust kjaftæði" eins og þú orðað það svo smekklega. Í núverandi stjórnarskrá eru fjölmörg fullveldisákvæði sem nú á að
henda út. ENDA SAMRÆMIST ÞAU EKKI AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB.
Bendi þér á ágæta grein Þorkels Á. Jóhanssonar í Mbl. 6 febr. um 111.gr.
stjórnarskrárfrumvarpsins. Þar bendir hann m.a á að gera verði þá kröfu
,,að í 111 gr stjórnarskrárfrumvarpsins verði kveðið á um að þjóðin kjósi
undantekningarlaust um ALLAR BREYTINGAR á fullveldi okkar og AÐ AUKIN
MEIRIHLUTI þurfi til samþykktar á framsali þess. Með því yrði tryggt að slíkt
fullveldisframsal færi AÐEINS FRAM að vel athuguðu máli OG I GÓÐRI SÁTT
MEÐAL ÞJÓÐARINNAR".
Við breytum jú ekki sjálfri stjórnarskránni, grundvöll réttarfars á Íslandi,
eins og að skipta um skó Ólafur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.2.2013 kl. 13:09
GJK Lestu 111 gr og sjáðu sjálfur að þar stendur skýrt í niðurlagi greinarinnar að það verða allar ákvarðanir um framsal fullveldis að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og eins með aftur kall getur þjóðin með þjóðaratkvæðagreiðslu aftur kallað slíkt framsal.
Af hverju lesa menn ekki stjórnarskránna áður en þeir rakka plaggið niður Guðmundur?
Það tekur ekki 3 ár og kostar 1,5 milljarð að skipta um skó Guðmundur. Það sem vantar á er að "fræðimannasamfélagið" leit of stórt á sig til að taka þátt í vinnu stjórnlagaráðs sem var opið öllum og allar greinar birtar í byggingu og óskað eftir umfjöllun. Er fræðimanna samfélagið sem sagði ´já við ICESAVE ekki partur af þessari þjóð?
Ólafur Örn Jónsson, 11.2.2013 kl. 03:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.