Vinstri grænir útataðir í grút í Kolgrafafirði


   Sem betur fer er ein ánægjulegasta vísbendingin sú  úr
íslenskum stjórnmálum í dag, að Vinstri grænir eru í algerri
útrýmingarhættu. Best færi á að endalok þeirra og gröftur
færi fram í Kolgrafafirði innan um allan grútinn þar. En eitt
af stærri umhverfisslysum Íslandssögunar síðustu áratuga
á sér nú sér stað þar, án þess að ráðherra umhverfismála
úr Vinstri grænum hreyfir varla þar  legg né lið til bjargar
náttúru og fágætu dýralífi.

   Eitt stærsta og þarfasta verkefni í umhverfismálum og í
komandi kosningum, er  því að ganga til bóls og höfuðs á því
fyrirbæri  sem  kalla  sig  Vinstri græn  í  stjórnmálum í dag.
Svikaslóð þeirra og hræsni, ekki bara í umhverfis og efnahags-
málum, heldur og ekki síst í þjóðfrelsis- og fullveldismálum er
slík,  að ofur-grúturinn í Kolgrafafirði yrði þeim verðugur bana-
minnisvarði um ókomna tíð! 

mbl.is Sáu tvo grútarblauta erni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband