Ögmundur! Því ekki að loka Evrópustofu og senda úr landi?
13.2.2013 | 00:22
Gott og vel þetta um FBI-mál Ögmundur innanríkisráðherra!
En hvað með Evrópustofu ESB á Íslandi og VÍTAVERÐ afskipti
hennar af íslenskum innanríkismálum? Gilda ekki sömu reglur
gagnvart USA og ESB um afskipti af íslenskum innanríkismálum?
Já hvers vegna er ekki Evrópustofu lokað og sendiherranum
vísað úr landi eins og FBI-mönnunum?
Já hvers vegna í ÓSKÖPUNUM er ESB leyft að halda hér uppi
áróðursstofu og botnlausum peningaaustri fyrir innlimun Íslands
í erlent ríkjasamband, ESB, undir FORYSTU og STJÓRN sendi-
herra ESB á Íslandi, Timo Summa? Með leynifundum víðsvegar
um land, sbr. á Akureyri í gær. Sem er algjört brot á Vínarsátt-
málanum um erlend sendiráð!
FBI-málið er nefnilega smámál borið saman við GRÓF og YFIR-
GENGILEG inngríp ESB í íslensk innanríkismál í dag. En kommúnist-
inn Ögmundur, ESB-raggeitin, horfir fram hjá því VITANDI VITS!
Það er grátbroslegt hvernig fjölmiðlar og vinstristjórnin á Íslandi
hefur uppblásið FBI-málið borið saman við hin GRÓFU afskipti ESB
af innanríkismálum á Íslandi!
Eða hvað hefðu þessir vinstrisinnar sagt ef sendiráð USA á Íslandi
iðkuðu sömu afskipti og vinnubrögð við að lokka Ísland inn í USA,
og ESB kemst upp með á Íslandi í dag?
Fyrsta verk nýs utanríkisráðherra eftir kosningar verður því að
loka svokallaðri Evrópustofu og vísa sendiherra ESB úr landi, jafn-
hliða því að umsókn Íslands að ESB verður dreginn til baka!
Ekki skrítið að þjóðin hlakki til komandi kosninga!
Ósammála um hvað gerðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Facebook
Athugasemdir
Tek ég undir hvert þitt orð, Guðmundur Jónas, í þessum kröftuga og þó sanngjarna og réttsýna pistli þínum -- allt nema þessi hörðu ummæli: "kommúnistinn Ögmundur, ESB-raggeitin". Var Ögmundur einhvern tímann eiginlegur kommúnisti? Og er hann það nokkuð núna/ennþá? En rög hefur afstaða hans reyndar verið við a.m.k. sumar atkvæðagreiðslur sem varða Evrópusambands-umsókn evrókratanna föðurlandslausu.
Aðalatriðið, sem þú bendir svo skýrt á hér, er þetta: Að afskipti ráðherra af FBI-mönnum ættu eðli málsins samkvæmt að knýja þá hina sömu til miklu harðari aðferða gagnvart ESB-útsendurum -- að kasta út þessu Evrópu[sambands]stofu-áróðursdrasli og skikka sendiherrann inn á teppið og geta þess í leiðinni, að hann eigi að hafa afsagnarbréfið meðferðis.
Jón Valur Jensson, 13.2.2013 kl. 01:12
Tek hér undir ...
vildi ég sagt hafa!
Jón Valur Jensson, 13.2.2013 kl. 01:14
Takk félagi Jón Valur. Við getum aldrei orðið sammála um allt Jón minn, enda
væri það býsna óeðlilegt. Eins og t.d þetta með hann Ögmund okkar. Jú þar
erum við ekki sammála. Þetta er mín skilgreining á manninum, og finnst hún í
hófsamara lagi ef eitthvað er.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.2.2013 kl. 20:26
Jón Valur Jensson, 14.2.2013 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.