Umfjöllun vinstrimanna um þjóðaröryggi er brandari!


     Í árlegri skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál er margt
fróðlegt að finna. Þar á meðal  um  svokallað  þjóðaröryggi.  En
einmitt  vinstrimenn  eins  og  Össur Skarphéðinsson  utanríkis-
ráðherra hafa til þessa lítt látið sér varða um þjóðaröryggi Ís-
lendinga. Og alveg SÉRSTAKLEGA varðandi hernaðar-og öryggis-
mál. Enda er skýrt kveðið á í skýrslunni að fjalla eigi um þjóðar-
öryggi Íslands á grundvelli HER-og VOPNLEYSIS. Sem er hreinn
og klár brandari! Ekki síst í augum alheimsins!

   Og talandi um þjóðaröryggi. -  ENGIN ríkisstjórn en sú TÆRA
vinstristjórn sem nú situr hefur ógnað þjóðaröryggi Íslendinga
með jafn AFGERANDI hætti og hún. Því þjóðaröryggi er hægt að 
ógna með  öðru en hernaði! Ógn  við þjóðaröryggi  getur þannig 
falist í AÐFÖR að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi. 
Hér er að sjálfssögðu átt við ICESAVE og ESB-UMSÓKNINA. En
hvort  tveggja  var og  er  tillræði  við  þjóðaröryggi  íslenskrar 
þjóðar. Hvernig sem á það er litið! Minnisvarði um hinaar  fyrstu
tæru vinstristjórnar um ókomna tíð!

   Vinstrimenn á Íslandi skera sig úr öðrum vinstrimönnum að því
leyti að hatast út í allt er varaðar varnar-og öryggismál. Enda er
löggæsla og Landhelgisgæsla skorin niður við trog í dag undir
yfirstjórn sósíalísks róttæklings. Þess alvarlegra er þetta því
hér er ekkert varnarlið lengur OG NÆGIR PENINGAR TIL AÐ
stórefla hvort tveggja. Því ÖLL forgangsröðun í ríkismálum er
KOLRÖNG, sbr. allir ótal milljarðarnir sem fara í tilgangslaus
gæluverkefni erlendis og ESB-rugl! 

   Næstu ríkisstjórnar bíða því ærin verkefni í öryggis-og varnar-
málum ásamt afturköllun ESB-umsóknar. Stórefla á Landhelgis-
gæsluna gegnum mannvirkjasjóð NATO og varnarsamninginn
við USA, ekki síst í ljósi stóraukinna umsvifa á norðurslóðum.
Samfara eflingu löggæslu og uppbyggingu þjóðvarðsliðs (vara-
lögregluliðs). Sem vinstrimenn hafa nú svæft.

   Það stórfurðulega ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs um bann
við herskyldu í stjórnarskrá er svo kapítuli út af fyrir sig.  En
ENGIN ÞJÓÐ í heiminum hefur slíkt bann bundið í stjórnarskrá.
Sem sýnir hættulegt vald vinstrisinnaðra róttæklinga í þjóðar-
öryggismálum Íslands og andvaraleysi stjórnarandstöðu í því
að hafa ekki enn  mótmælt ákvæðinu kröftuglega!

   


mbl.is Tímamótasamstaða um þjóðaröryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir mál þitt hér, Guðmundur Jónas. Fráleitt er þetta ákvæði í drögum "stjórnlagaráðs" að stjórnarskrá eins og margt annað í því svikaplaggi.

Í sinni merku bók, Moskvulínan. Kommúnistaflokkur Íslands og Komintern. Halldór Laxness og Sovétríkin (Rv.1999) skrifar dr. Arnór Hannibalsson á bls. 316:

"Enn þann dag í dag má heyra þann söng, að Atlantshafsbandalagið sé hernaðarbandalag, að því sé stjórnað af genirálum, að það ætli sér að nota kjarnorkuvopn að eigin frumkvæði. Það er jafnvel líf í þeirri hugmynd Heimsfriðarráðsins (Kommúnistaflokks Sovétríkjanna) að stofna kjarnorkufriðlýst svæði í Evrópu. Og það á að svipta Ísland þeirri tryggingu fyrir öryggi ríkisins, sem varnarliðið á Keflavíkurflugvelli er. Þeir, sem það vilja, hljóta að krefjast þess, að stofnaður verði íslenzkur her. En á það er ekki minnzt."

(Undirstrikun mín, JVJ.)

Jón Valur Jensson, 15.2.2013 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband