Svokölluð ,,Lýðræðisvakt" gæti ráðið úrslitum um ESB-aðild!


   Það er alveg ljóst að full ástæða er til að óttast framhald
ESB-aðildarinnar ef fram heldur sem horfir. Samfylgingin,
Björt framtíð og Vinstri grænir hafa nú bæst liðsauki   með
svokallaðri ,,Lýðræðisvakt". En  innan  hennar  eru  miklir
þungavigtarmenn um ESB-aðild. Þar fremstur er Þorvaldur
Gylfason sósíaldemókrati. Þá hafa þessum ESB-sinnum bæst
óvæntur liðsauki einnig. En það er Pétur Gunnlaugsson á Út-
varpi sögu. Sem nú virðist hafa kúvent í Evrópumálum  og
ætlar augljóslega með þátttöku sinni í Lýðræðisvaktinni að
koma sem flestum ESB-sinnuðum þingmönnum inn á Alþingi
Íslendinga. Og það með stuðningi Útvarpi Sögu væntanlega.

   Þannig að allir þjóðfrelsis-  og fullveldissinnar verða hafa
sig alla í frammi í komandi kosningum. Ekki síst ef Icesave
forysta Sjálfstæðisflokksins og hin sósíaldemókratatísku öfl
þar innandyra eru farin að byggja nýja brú til annarrar Hrun-
stjórnar. Eins og helgarvitalið við Bjarna Ben í MBL gefur til
kynna, þar sem ESB-aðildarumsókn Samfylkingarinnar var
algjörlega sleppt.

   En nú kemur sig líka vel fyrir okkur þjóðfrelsissinna og þjóð-
hyggjumenn að hafa fullveldissinnaðan forseta á Bessastöðum.

   Vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef forsetaframbjóðandi ESB-
trúboðsins og Icesave-flokksforystu  Sjálfstæðisflokksins hefði
náð kjöri s.l sumar!

   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru ekki til svo margir aðildarsinnar að þeir fylli alla þessa flokka.(Treysti á það.) Því mun fylgið sem annars hefði runnið til Samfylkingar dreyfast á þessa nýju. Ef okkur er einhver alvara með framboðunum nýju,sem eru algjörlega á móti aðild,þá leggja þeir niður “Ég skal”við einir getum” og standi saman sem ein heild. Það gátu vinstrin,sem ætla að fara þetta á tímaskalanum,þreyta fólk,höggva skörð í raðir þeirra. Sem sagt það hugnast þeim, vel studdir af Esb Ip. styrkjum og svo eru litlu kennitölubrotin með framlög,sem er auðvitað mitt gisk,eftir það sem áður fór fram.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2013 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þetta Helga!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.2.2013 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband