Bjarni Ben baðst EKKI afsökunar á Icesave!
22.2.2013 | 00:15
Í ljósi fullnaðarsigurs Íslendinga í Icesave, hefði formaður
Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, mátt biðja þjóðina
og Landsfund Sjálfsstæðisflokksins, afsökunar á framferði
sínu og forystu flokksins í Icesave-málinu. En Íslendingar eru
70-80 milljörðum ríkari af erlendum gjaldeyri í dag, vegna
þess að þjóðin neitaði að leggjast á fjórar fætur eins og kjöltu-
rakki frammi fyrir erlendum nýlendukúgurum og undirgangast
ólögvarðar skuldadrápsklyfjar þeirra í Icesave númer þrjú.
Icesave-forysta Sjálfstæðisflokksins og sá stóri hópur þing-
manna þeirra sem sviku í Icesave með vinstriöflunum eru ekki
trúverðugir fyrir þjóðhollum borgarlegum viðhorfum, svo míkið
er víst!
Svo á að ,,GERA HLÉ" á ESB-aðildarviðræðunum en ekki hætta
þeim og afskrifa! Hvers konar hringlandaháttur er það?
Og Schengen-ruglinu á að halda áfram! Jú sem segir svo ótal
margt um flokkinn og hina loðnu sósíaldemókrataísku Evrópupólitík
hans.
Og ekki má hrófla við hinum stórgallaða EES-samningi. Sem
augljóslega átti ríkan þátt í hruninu og gerði það tæknilega
mögulegt. Enda afkvæmi Sjálfstæðisflokksins eins og Schengen
ruglið!
Nei. Icesave-forysta Sjálfstæðisflokksins er ALLS EKKI treyst-
andi í Evrópumálum. Sbr. að svíkja samþykktir síðasta Lands-
fundar í Icesave. Og viljaleysi varðandi IPA-styrkina sem Sjálf-
stæðisflokkurinn gat alveg látið brenna inni á tíma segir margt.
Svo vita allir um stuðning helstu forystumanna flokksins við for-
setaframbjóðenda ESB-trúboðsins s.l sumar, og svona mætti
lengi telja.
Og trúverðugleikinn í efnahagsmálum. Hjá Hrunflokknum sjálfum!
Er svo kapítuli út af fyrir sig!
Nei það þarf meira en skrautumprýddan Landsfund til að lappa
upp á ímyndina Bjarni Benediktsson..........
Best borgið utan Evrópusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Facebook
Athugasemdir
Mikið djö..... er ég sammála þér.
Það vantar hér á landi "SJÁLFSTÆÐISFLOKK"
Ekki einhverja silfurskeiðasyni sem aldrei hafa unnið
þjóðinni neitt gagn, en kostað hana milljarða í gjaldþrotum,
og þykjast ekki kannast við eitt né neitt.
Samt eru til einfelndingar sem trúa því að þessi maður standi
með sinni þjóð.
Sorglegt en satt.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 01:23
En Sigurður hvað með www.xg.is ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.2.2013 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.