Látum Icesave-liðið svara til saka! Rétt hjá forsetanum.


   Það var rétt af forseta vorum, Herra Ólafi Ragnari Grímssyni,
að vekja athygli á Icesace, í Frakklandsheimsókn sinni. En  um
leið hlýtur sú spurning að vakna, hvort Icesave-málið verði ekki
rannsakað í heild  sinni  eftir kosningar. Sérstaklega framganga
ýmissa stjórnmálamanna, embættismanna og fræðimanna sem
hvöttu  til  að Svavars-þjóðsvikasamningurinn  yrði samþykktur.
Samningur sem nú er  komið  á daginn  með  EFTA- dómstólnum,
að hafði enga lagalega stoð. Samningur sem hefði gert íslenska
ríkið gjaldþrota í dag.  Samningur sem hefði  hneppt íslenska
þjóð í skuldadrápsfjötra um ófyrirséða framtíð.

   Í komandi kosningum gefast þjóðinni fyrsta tækifærið til að
refsa þeim stjórnmálamönnum sem alla vega studdu Svavars-
þjóðsvikarasamninginn. Enginn þeirra ætti rétt á endurkosningu,
eins og kom fram t.d á Útvarpi Sögu þegar prófkjörin stóðu sem
hæst í vetur. Þar á meðal má nú nefna professor Þorvald Gylfa-
son sem nú hefur stofnað flokk og fer fyrir honum, þ.e.a.s Lýð-
ræðisvaktin. En varla er hægt að saka Þorvald um þekkingar-
leysi þegar hann hrópaði sem hæst með Icesave, hagfræðingur-
inn sjálfur.

   Já gott að hafa sterkan og þjóðhollan forseta á Bessastöðum í
dag. Nú þegar Icesave er frá, þarf að standa vörð um fullveldis-
ákvæði stjórnarskrárinnar, sem ESB-liðið vill burt, auk þess að
draga umsóknina að ESB til baka með nýrri borgaralegri ríkis-
stjórn.  

   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!

mbl.is Tjáði sig um Icesave-dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Mun fleirri; unnendur þingræðis fyrirkomulagsins, myndu snúast á ykkar sveif - létuð þið, af yfirgengilegu dekri ykkar, við þær blokkir Vestrænnar Heimsvalda stefnu - sem eru NATÓ og EFTA, fornvinur góður.

Svona; ábending einföld, til ykkar Guðmundar Franklíns.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband