Halló Sigmundur! Ekki Hægri grænir!
14.3.2013 | 10:26
Sigmundur Davið Gunnlaugsson formaður Framsóknar
og GUÐFAÐIR hinnar ALRÆMDU vinstristjórnar, ber sig á
brjóst og segir hægri og vinstriflokkanna hefðu stutt
Icesave og vilja ekki taka á vanda heimilanna.
Halló! GUÐFAÐIR núverandi vinstristjórnar! Um hvaða
hægriflokka ertu að tala? Sjálfstæðisflokkinn? Vissulega
studdi stór hluti hans Icesave-drápsklyfjarnar á skatt-
greiðendur og skilar nánast auðu gagnvart heimilinum í
landinu. Enda hálfgerður sósíaldemókrataískur flokkur!
HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins varð hins vegar til í
upphafi vegna Icesave, og baráttu hans gegn því að ólög-
varðar skuldir útrásarmafíuósa yrðu settir á íslenska
skattgreiðendur. ENDA EINI SANNI HÆGRIFLOKKURINN
á Íslandi í dag. Sama um vanda heimilanna. Enginn flokkur
hefur komið með jafn róttækar heildarlausnir á vanda heim-
ilanna og einmitt HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, sbr.
www.xg.is
Þannig Sigmundur þetta er bara ALRANGT hjá þér að
segja hægrimenn hafa stutt Icesave og vilja ekki taka á
vanda heimilanna. Í raun átt þú að líta í eigin barm og biðja
þjóðina afsökunar að hafa komið hinni ALRÆMDU vinstri-
stjórn á koppinn. Því með því berð þú og Framsókn í raun
FULLA PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ á stjórnarfarinu í dag. OSÖK
og AFLEIÐING verður ekki sundurskilin hér frekar í öllu
öðru.
Voru til í að taka á sig Icesave-skuldirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Er ekki líklegt að Sigmundur hafi verið að tala um þá þingmenn sem studdu icesave III? Eins og kunnugt er kusu allir þingmenn Sjálfstæðisflokks með þeim samningi, utan tveir. Þá kusu allir þingmenn annara flokka samninginn, nema þingmenn Framsóknar.
Að minnsta kosti er ljóst að lítill hluti kjósenda studdu þann samning og næsta víst að flestir kjósendur Sjálfstæðisflokks hafi ekki verið meðal stuðningsmanna hans.
Eins og þú bendir á var flokkur Hægri grænna stofnaður m.a. vegna svika þingmanna Sjálfstæðisflokks við sína kjósendur í icesave málinu. Það er hins vegar undarlegt hversu fáir af þeim kjósendum hafa fært sig yfir til Hægri grænna. Þeir virðast finna sér farveg annarstaðar.
Ekki vantar að stefna Hægri grænna er góð, en einhverra hluta vegna nær flokkurinn ekki til kjósenda.
Það má vissulega segja að Sigmundur Davíð hefði getað orðað sitt mál betur, svo ekki færi á milli mála hver hans meining var.
Gunnar Heiðarsson, 14.3.2013 kl. 12:05
Hægri grænir eiga eftir að koma á óvart í vor! Takk Gunnar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.3.2013 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.