Samtök iðnaðarins illa upplýst um ESB. Þurfa fræðslu!


   Sorglegt  hversu  mörg  samtök  innan  atvinnulífsins  eru
enn illa upplýst  um Evrópumál. Bersýnilega  þarf  að  koma
upp sérstöku fræðasetri til að upplýsa þau um ESB, þeim að
kostnaðarlausu. Samtök iðnaðarins eru besta dæmið í dag
um fávisku þess um Evrópumál. Beita þarf menntakerfinu  í
slíka uppfræðslu eftir stjórnarskiptin í vor.

   Einn grundvallarmisskilning þarf að uppræta. Sem sé þann að
það er ENGINN SAMNINGUR í boði heldur AÐLÖGUN AÐ ESB!

   Eftir kosningar þegar fullveldissinnuð ríkisstjórn hefur verið
mynduð er borðleggjandi að slíta viðræðunum. En áður en það
er gert til að bæta aðeins  fyrir  bjölluatið  í  Brussel  og  sýna
þjóðinni í eitt skipti fyrir öll að engir ásættanlegir samningar um
grundvallarmál s.s í sjávarútvegi  og landbúnaði eru  fyrir hendi, 
verður ESB knúið um svör þess efnis innan tveggja mánaða að
hámarki. Eftir það fær þjóðin að hafna frekari aðildarviðræðum í
þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með málið DAUTT ENDANLEGA!
Neiti ESB að svara innan þessa tíma er málið sjálfkrafa einnig
ENDANLEGA DAUTT ! Því FÁRÁNLEGT var að spyrja ekki grund-
vallar spurningarinnar í upphafi fyrst farið var i þessa þjóðfjand-
sömu ESB-för......................

mbl.is Vilja ljúka Evrópusambandsviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband