Um varnar- og öryggismál


   Við brotthvarf bandariska hersins af Íslandi urðu mikil þáttaskil
í varnar-  og öryggismálum þjóðarinnar. Eftir marga áratuga
hersetu varð Ísland þannig loks laust við erlent herlið. Sjálfkrafa
hafa varnar-og öryggismál alfarið  nú færst á ábyrgð íslenzkra
stjórnvalda. - Fyrir okkur sem aðhyllumst ÞJÓÐLEG viðhorf eru
þetta mjög ánægjuleg þáttaskil. Við fögnum heilshugar brotthvarfi
bandariska hersins, og þótt fyrr hefði verið!

   Íslenzk stjórnvöld hafa brugðist við hinni gjörbreyttri stöðu af
ábyrgð og festu. Þyrlusveit Landhelgisgæslu hefur verið stórefld,
og samið hefur verið um smíði á stóru og öflugu varðskipi.
Löggæsla öll hefur verið endurskipulögð, og tilkoma fullkomnar
greiningardeildar varðandi innra og ytra öryggi ríkisins er í
uppbyggingu.

   Viðræður við helstu nágranna og frændþjóðir um öryggis-  og
varnarmál á N-Atlantshafi eru hafnar. Viðræður við Dani   og
Norðmenn lofa mjög góðu, enda hafa þessar frændþjóðir mikilla
hagsmuni að  gæta hér á norðurslóðum. Þá er vert að huga að
samvinnu við Kanadamenn á þessu sviði.

   Aðildin að Atlantshafsbandalaginu, Nato, hefur aldrei verið
Íslendingum eins mikilvæg og einmitt nú. Þau tengsl ber að efla.
Á þeim vettvangi mun t.d framtíð ratsjárstöðvanna á Íslandi
ráðast á næstunni og því hvernig loftvörnum verði háttað
í framtíðinni varðandi Ísland.

   Tvö öflug herveldi innan Nato eru okkur afar hliðholl og vinveitt.
Það eru Þjóðverjar og Frakkar. Pólitísk tengsl  við þessar vinaþjóðir
eigum við að stórauka í framtíðinni, enda hafa þessar þjóðir lýst
yfir áhuga á því. Þá ber okkur að rækta sterk og góð sambönd við
Rússa.  Rússar hafa ætíð sýnt okkur mikla vináttu og virðingu. Það
sama verður því miður ekki sagt um Breta, sem bæði hafa hernumið
okkur og beitt okkur ítrekað hervaldi í þorskastríðunum forðum. Eru
svo mjög óvinveittir okkur þessa daganna varðandi hvalveiðar. -
Þannig, höldum þeim utan við þessi öryggis- og varnalmál á næstunni.

   Íslendingar eiga að  taka fullan þátt í sínum varnar- og öryggismálum
eins og fullvalda og sjálfstæðri þjóð sæmir. Stofnun varnarmálaráðuneytis
er því orðin tímabær. Getum lagt niður óþarfa sendiráð á móti þeim 
kostnaði. - Varast ber allar úrtölur í varnar-og öryggismálum, eins
og frá Vinstri-grænum og öðrum vinstrisinnuðum róttæklingum, sem vilja
gera Ísland eitt landa berskjaldað og varnarlaust.
   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband