Sósíaldemókratar í vikulokin!


   Þrátt fyrir nýja ríkisstjórn og þrátt fyrir nýja stjórn hjá
Ríkisútvarpinu, hefur ekkert breyst á þeim bæ. Heljargrip
og yfirmáta ítök sósíaldemókrata á stofnuninni er enn mjög
yfirþyrmandi!

   Nýjasta dæmið er þátturinn Í  vikulokin nú í dag undir
stjórn sósíaldemókratans Hallgríms Thorsteinssonar.  En
helmingur þáttarins fór í viðtal við sósíaldemókratann
Össur Skarphéðinsson fyrrv. utanríkisráðherra vegna ný-
útkomu bókar hans. Helt þáttarstjórnandinn ekki vatni
yfir   útkomu hennar.

    Aðrir í  þættinum voru bersýnilega vel valdir. Sósíal-
demókratinn Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar,
sósíaldemókratinn Róbert Marshall þingmaður Bjartar
framtíðar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður 
Sjálfstæðisflokksins og úr innsta sósíaldemókrataíska
armi hans. 

    Já EKKERT hefur breyst hjá RÚV!  Sami sósíaldemó-
kratisminn grasserandi á fullu undir óbreyttri sósíaldemó-
krataískri stjórn útvarpsstjóra, sem hinn sósíaldemó-
krataiski menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins 
réði forðum.

   Já sósíaldemókratarnir fá að grassera og leika lausum 
hala hjá RÚV sem aldrei fyrr!

   Ömurlegt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta voru einfaldlega þingflokksformenn stjórnmálaflokkana.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2013 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og allir sósíaldemókratar! Tilviljun :)

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.11.2013 kl. 20:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

:)

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.11.2013 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband