Bruðlið í utanríkisráðuneytinu



      Og enn er bruðlað í útanríkisráðuneytinu og enn eitt
sendiráðið opnað, og nú í Suður-Afríku. Tek þó fram að
þetta er ekki sök núverandi utanríkisráðherra, heldur
fyrirrennara hennar.  Sendiráðin eru þegar orðin allt of
mörg og dýr, sbr. milljarða sendiráðshúsnæðið í Japan
forðum.

     Þá er gjörsamlega út í hött þessi leikaraskapur að
troða Íslandi inn í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Hundruð milljónir eru farnar í þetta RUGL og enn
bætist við kostnaður þótt litllar líkur séu á  að
Ísland fái kosningu í þetta ráð.  Auk þess mun þetta
hafa skaðleg áhrif fyrir Ísland að bendla sig við þá
starfsemi sem þar fer fram.

     Þá er Shengen-samningurinn enn eitt RUGLIÐ sem
kostað hefur ríkissjóð hundruði milljóna á ári og fer
hækkandi. Hugarfóstur Halldórs Ásgrímssonar og annara
Evrópusinna. Hjákátlegast er þó í þessu að hvorki
ESB-löndin Bretland né Írland eru aðilar að þessum
samningi trúlegast af þeim sökum að báðar þessar
þjóðir eru EYÞJÓÐIR úti á Atlantshafi og telja sig
ágætlega settar með landamæraeftirlit af þeim sökum.
Fyrir víkið er nú allt landamæraeftirlit á Íslandi  mun
veikara en ella hefði orðið ef þetta SHENGEN-RUGL hefði
ekki komið til.
     
     Það er svo margt svona sem fer í skapið á venjulegum
íslenzkum skattborgara. Svona hégómans-RUGL!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Valgerður er nú bara að næla sér í eina Afríkureisu áður en hún lætur af embættinu. Að hennar dómi væntanlega bráðnauðsynlegt fyrir hana að heimsækja söguslóðir "The last king of Scotland" áður en hún hverfur af sviðinu. Heildarvelta viðskipta við Uganda er trúlega minni en ferðakostnaðurinn við hana þangað!

Það þarf náttúrulega að gera þetta tímanlega fyrir kosningabaráttuna.

Haukur Nikulásson, 27.2.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta er til skammar af svona litilli þjóð/að spila sig  rikari en hun er og þetta þjónar i dag bara engvum tilgangi nema að snobbast bara/Þetta er til mikilar skammar fyrir okkur/Við Xd eigum þarna lika mikkla skömm lika ,eyðum peningum okkar i eitthvað þarfara!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.2.2007 kl. 07:26

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Um þetta eru flestir sammála nema ríkisstjórnin.

Jón Sigurgeirsson , 28.2.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband