Upplausn en ekki teboð í íslenskum stjórnmálum!
6.1.2014 | 00:28
Björn Bjarnason ritar athyglisverða grein á Evrópuvaktina í
gær. Undir fyrirsögninni "Teboði Besta flokksins að ljúka".
Þar vitnar hann í breska blaðið The Economist, sem hefur
áhyggjur af svokölluðum teboðsflokkum Evrópu. En sem
kunnugt er þá er teboðshreyfingin upprunnin til hægri í
bandaríska Repúblíkanaflokknum. En sammerkt þessum
hreyfingum, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, er andóf
gegn ríkjandi uppgjöf stjórnmálaafla, sem eiga að teljast
borgaraleg, og standa vörð um þjóðholl gildi og viðhorf,
en gera það ekki! Lúffa fyrir vinstrinu oftar en ekki og
jafnvel fyrir anarkisma!
Þess vegna má horfa á þetta frá öðrum vinkli en hinn
ágæti Björn Bjarnason gerir, að bera saman þessa þróun
á hægri kanti bandarískra og evrópskra stjórnmála, við
það sem gerst hefur í íslenskum stjórnmálum á s.l árum.
Því upplausnin og uppreisnin þar var af allt öðrum toga,
öll frá vinstri eftir hrun. Þar sem últra vinstristjórn tók
völd, og anarkistaliðið kringum Jón Gnarr með sósíaldemó-
krataísku ívafi tók völdin í borginni. - Ekkert teboð það!
Þvert á móti andóf gegn þjóðhollum viðhorfum og gildum
í anda vinstriennsku og stjórnleysi.
Hins vegar er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari
upplausn í slenskum stjórnmálum. Þegar furðu fyrirbærið
Píratar fá vind í segl og sósíaldemókrataískir stjórnleysingjar
í Bjartri framtíð taka flug. Þetta er þvert á þróuinina í Evrópu!
Þar sem þjóðhollir borgarasinnaðir flokkar með andófi gegn
miðstýringunni í Brussel og öllu því Sovétska bákni sem ESB
er farið að byggjast á, sópa til sín fylgi!
Eitt er því ljóst. Ákveðið tómarúm hefur skapast til hægri í
íslenskum stjórnmálum. Spurning bara hvenær og hver upp-
fyllir það tóm? Því þar til það hefur verið uppfyllt hangir
upplausnarhættuvofan yfir!
Eins og dæmin sanna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Facebook
Athugasemdir
(Á hlaupum, án þss að hafa tíma nú til að lesa greinina:)
Ég sé, kæri vin, að þú minnist á Píratana afleitu. Tókstu eftir því, hvernig þeir fengu algera falleinkunn í sambandi við flausturslegt frumvarp sitt um að leggja niður mannanafnanefnd? Þetta kemur afar skýrt fram í viðtali við Eiríki Rögnvaldsson málfræðing í einu blaðinu í gær.
Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.