Icesave-liðið svari til saka !


   Skv. fréttastofu RÚV sem barðist ákaft fyrir að þjóðin
samþykkti Icesave-samninganna, ekki hvað síst  hinn
illræmda ,,Svarvars-samning", hefur Hollenski seðla-
bankinn og Breski innistæðuinnistæðusjóðurinn krafið
íslenska innistæðutryggingasjóðinn ekki bara  um 556
milljarða. Heldur sé heildarkrafan með vöxtum og öðrum
kostnaði um kr. 1000 milljarðar. Hvorki meir né minna!  

   Að sjálfsögðu mun ekki króna falla á íslenska skatt-
greiðendur, þar sem þjóð, forseti og sannir íslenskir 
stjórnmálamenn komu í veg fyrir það. Og sem  EFTA-
dómstóllinn staðfesti að lokum.

   Hins vegar sjá nú allir hversu himinháar fjárhæðir 
Icesave-liðið á Alþingi og ríkisstjórn á sínum tíma var
reiðubúið að láta ríki og þjóð greiða. ALGJÖRLEGA  
ÓLÖGVARÐAR KRÖFUR!  ALLIR SJÁ núna að ef t.d 
hinn illræmdi ,,Svavars-samningur" hefði farið í gegn
væri ríkið og þjóðin gjaldþrota í dag. Marggjaldþrota!
Því okurvextirnir og afborgarnar áttu að greiðast beint
úr ríkiskassanum MEÐ ERLENDUM GJALDEYRI SEM VAR
OG ER EKKI  TIL!!

   Hvers vegna hefur Icesave-þjóðarsvikin ekki verið 
rannsökuð?  Hvers vegna hafa helstu Icesave-sinnanir
sem fyrrum ráðherrar og þingmenn, auk embættismanna
t.d í Svavars-samningarnefndinni, ekki verið látnir svara
til saka?

    Krafan hlýtur því  nú að vera sú,  ekki síst nú í ljósi þessara
síðustu atburða í Icesave, að þetta helsta Icesave-lið svari
til saka. Því hér var um MEÐVITAÐAN glæp að ræða gegn
þjóðarhagsmunum Íslendinga. Augljóslega tengdan ESB-
umsókninni..................

mbl.is Krafan er góð áminning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband