Lekarugl vinstrisinna og uppljóstrun Víglundar
12.2.2014 | 00:12
Í dag hafa vinstrisinnaðir róttæklingar rækilega studdir af
hinu sósíaldemókrataíska öfga- og æsingablaðinu DV, hvatt
og boðið til mótmæla við innanríkisráðuneytið, og krefjast
afsagnar ráðherra. Vegna einhvers ,,leka" þar á bæ sem örfáir
skilja eða hafa nennt að skilja. Því þarna er klárlega skýrt dæmi
um þegar villta vinstrið tekst best upp við að gera úlfalda úr
mýflugu til að þjóna sínum villtustu vinstrihvötum við að koma
höggi á sína pólitísku andstæðinga.
Athyglisvert er að á sama tíma liggur fyrir ítarleg úttekt og
stórmerkilegt bréf til Alþingis frá Víglundi Þorsteinssyni, þar sem
þess er krafist að þjóðin verði upplýst um það ferli sem fyrrv.
vinstristjórn setti af stað, sem leiddi til til þess að erlendir hræ-
gammar eignuðust tvo ríkisbanka á silfurfati. Og braut meir að
segja neyðarlögin til að koma því í kring. - Til stórskaða fyrir
íslenska þjóðarhagsmuni! En einmitt þá steinþegir villta vinstrið
sínu þunnasta hljóði og vill alls ekkert af slíku vita, með hið
hrokafulla og Icesave-sinnaða DV í fararbroddi!
Það að heil þjóð hafi verið svikin og gróflega brotið á sbr. bréf
Víglundar, er létt í vasa hjá villta vinstrinu! En þegar einhver mjög
svo óljós ,,leki" sem örfáir botna í á í hlut ætlar allt vitlaust að verða
í villta vinstrinu. Villta vinstrinu sem mátti þola tvö stór NEI í Icesave-
þjóðaratkvæðagreiðslum án þess að stuna né hósti heyrðist úr villta
vinstrinu. Hvað þá að ráðherrar yrðu krafðir til afsagna þá!
HRÆSNI!
Bréfið tekið fyrir fljótlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þsæll Guðmundur, þetta er vissulega rétt.
Það er hins vegar hróplegt hvernig fréttastofa ruv matreiðir þessar tvær fréttir í landsmenn. Dag eftir dag er hver fréttatími nýttur til að fjalla um meint brot Hönnu Birnu og sérfræðingar kallaðir til í hópum. Í þeirri umræðu er oftar en ekki farið nokkuð frjálslega með vort þarna er um meint brot að ræða eða sannað og margur fréttamaðurinn og spekingurinn sem varla gerir greinamun þar á milli.
Varðandi það mál sem Víglundur hefur upplýst, þá var eitthvað fjallað um tilraunir hanns til að fá þessar skýrslur á sínum tíma, en eftir að hann upplýsti hvað í þeim var og hver svik fyrrum fjármálaráðherra voru, hefur varla byrst frétt um málið hjá ruv. Enginn spekingur tekinn í viðtal vegna þess eða fréttaskýring gerð um málið. Þarna er beytt fullkominni þöggun.
Það er varla hægt að bera þessi tvö mál saman, svo ólík sem þau eru. Annarsvegar er um að ræða hvort einver starfsmaður í ráðuneyti hafi lekið upplýsingum og ráðherra krafinn um ábyrgð.
Hins vegar er um að ræða gerð ráðherra, sem má verðleggja sem tap fyrir þjóðina upp á einhverja hundruði milljarða. Gerð þar sem ráðherra tekur sér það bessaleyfi að láta framkvæmdavaldið fara framhjá löggjafavaldinu. Gerð sem ráðherra gerir í kyrrþey bak við lokaðar dyr samninga sem hann svo kynnir löggjafavaldinu nærri ári síðar, þegar allt var yfirstaðið og ekkert hægt að gera til bóta.
Þarna eru því um að ræað annars vegar mál þar sem spurt er hvort embættismaður hafi gerst brotlegur og hver ábyrgð ráðherra sé á því og hins vegar mál þar sem ráðherra gerist sannarlega brotlegur við landslög og stjórnarskrá, til þess eins að þóknast erlendum fjármagnasöflum.
Hafi einhverntímann verið talið tilefni til að taka orðið landráð sér í munn, þá er það við þessa gerð SJS. Reyndar kemur það hugtak sterkt til greina í fleiri gerðum hanns!!
Gunnar Heiðarsson, 12.2.2014 kl. 10:18
Takk Gunnar. Rétt hjá þér. Hins vegar er ég hér meir að
benda á hræsnina í þessu liði þótt málin séu af ólíkum
toga.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.2.2014 kl. 10:54
Sem betur fer eru nú til hægri menn sem amast við því að trúnaðarupplýsingar um persónuhagir fólks leki úr ráðuneytum.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.