Flokksþing Framsóknarflokksins



    Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið um komandi
helgi. Áhugavert verður að sjá hvernig þar til tekst, en
Framsóknarflokkurinn hefur átt mjög  á brattan að sækja
að undanförnu.   

    Drög að álytunum flokksins hafa verið birtar. Ánægjulegt
er að þar er ályktað um Íraksstríðið sem hefur verið flokknum
þungt í skauti. Þar er viðurkennt að stuðningur Íslands við
þetta stríð hafii verið mistök. Er óskandi að hinn stjórnarflokk-
urinn viðurkenni Íraksstríðið líka sem mistök og að ríkisstjórnin
ógildi formlega stuðning Íslands við þetta heimskulega stríð
Bandaríkjamanna.

   Þá er líka ánægjulegt að áhrifa hins fámenna hóps Evrópu-
sambandssinna innan flokksins gætir lítið í ályktunni um
Evrópumál. Trúlega gætir þar áhrifa hins nýja formanns,
Jóns Sigurðssonar, en hann virðist hafa allt aðra framtíðarsýn
á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna heldur en forveri hans
Halldór Ásgrímsson.  Klárlega fellur hin nýja ÞJÓÐHYGGJUTÚLKUN
Jóns mun nær rótum framsóknarstefnunar en sú mikla alþjóða-
hyggja sem Halldór stóð fyrir, sbr. í afstöðinni til aðildar Íslands
að Evrópusambandinu. Hin mikla alþjóðahyggja Halldórs flæmdi
margan stuðningsmanninn frá Framsókn, þ.m.t undirritaðan.

    Tilraun Jóns Sigurðssonar til að skerpa á hugmyndarfræðinni
og þar með ímynd flokksins sem ÞJÓÐLEGS MIÐJUFLOKKS er
mjög jákvæð tilraun í aðdraganda kosninga.  Er vonandi að
flokksþingið horfi til þess og geri enn betur í þeirri viðleitni.

   Framsóknarflokkurinn má vera stoltur af ríkisstjórnarþáttöku
sinni með Sjálfstæðisflokknum s.l 12 ár. Aldrei í Íslandssögunni
hafa orðið eins stórstígar framfarir í íslenzku samfélagi  og
þjóðarbúi og á þessu tímabili. Fyrir áframhaaldandi framfarir og
framsókn þjóðarinnar er því mikilvægt að ríkisstjórnin haldi velli
í komandi kosningum. Til þess verður elsti stjórnmálaflokkur
landsins að fá gott brautargengi í vor. Komandi flokksþing
Framsóknarflokksins gæti ráðið úrslitum um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband