Yfirgefa sósíaldemókratar Sjálfstæðisflokkinn ? Varla!


    Hinn ESB-sinnaði 365 fjölmiðill heldur varla vatni yfir
því að til standi að stofna nýjan hægriflokk sem vilji klára
viðræður við ESB með það að markmiði að Ísland gangi í
ESB.  Sagt er að óánægðir sjálfstæðismenn standi fyrir 
því og þess vegna verði flokkurinn hægra megin við miðju!

   Hér eru hlutir gjörsamlega settir á haus, einkum til að 
blekkja borgarasinnað þjóðholt fólk. Því ætíð hefur verið
til hávær og áhrifaríkur  sósíaldemókrataískur  armur  í
Sjálfstæðisflokknum. Sem ætið hefur barist með hæl og
hnakka fyrir aðild að ESB, og góðu samstarfi við sósíal-
demókrata í öðrum flokkum, sbr.  hrunstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar.

   Frétt 365 er því í raun um að hinn sósíaldemókrataíski
armur  Sjálfstæðisflokksins hugsi  nú  til framboðs. Fréttin
er því ALRÖNG! Því ENGINN  SANNUR  HÆGRIFLOKKUR
aðhyllist eða getur stutt OFUR-MIÐSTÝRINGUNA í Brussel
og YFIRÞJÓÐLEGT VALD þess að Sovéskri fyrirmynd!!!
Þvert á grundvallarhugmyndir hægrimanna um frelsi
einstaklinga og þjóða!  Enda eru það einmitt SANNIR 
HÆGRI- og ÍHALDSFLOKKAR sem berjast mest gegn
 Brussvaldinu innan ESB-í dag.   Tilviljun?

   Fréttir 365 um stofnun hægriflokks til inngöngu í ESB er
því grátbrosleg. Og enn grátbroslegra verður ef einn annar
ESB-sinnaður sósíaldemókrataískur flokkur bætist við öll
hin framboð sósíaldemókrata í dag! En ábyggilega jákvætt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn verði hann fyrir slíkri hundahreinsun!
Sem frekar eru litlar  líkur á sbr framboðslisti hans í Reykja-
vík, þar sem ESB-sinnaður sósíaldemókrati leikur lykilhlut-
verk með tilsvarandi fylgishruni fyrir flokkinn.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er hægt að kljúfa krata oft?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 10:11

2 identicon

Er ekki bara fínt fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef laumukratarnir fara þaðan sjálfviljugir?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband