Leggjast tveir ráðherrar hundflatir fyrir ESB-trúboðinu?
13.4.2014 | 22:04
Því miður virðist a.m.k tveir ráðherrar ætla að leggjast
hundflatir fyrir hinu öfgafulla ESB-trúboði 365 og RÚV.
Þannig lýstu þær báðar ráðherrarnir Hanna Birna og Eygló
Harðar um helgina á RÚV og 365 miðlum að of geyst hafi
verið farið í því að draga umsóknina að ESB til baka, og
leita bæri sáttar og koma til móts við andstæðar fylkingar.
HALLÓ! Þvílíkur barnaskapur svo ekki sé notuð sterkari orð!
Gera þessir ráðherrar sér ekki ljóst að í þessu stærsta pólitíska
hitamáli lýðveldisins mun ALDREI nást nein sátt? Um framsals
fullveldis og innlimun Íslands í erlent sambandsríki verður
ALDREI nein pólitísk sátt! Er það ekki ljóst Hanna Birna og Eygló?
Í hvaða heimi eruð þið eiginlega? Ekki í hinum pólitíska veruleika
alla vega eftir þessu að dæma!
Hér er um grafalvarlegt mál að ræða! Þjóðin kaus nýtt Alþingi
í vor sem er skipað miklum meirihluta ESB andstæðingum. Enda
góður meirihluti þjóðarinnar á móti ESB-aðild. Tveir yfirlýstir
ESB-andstöðuflokkar mynduðu ríkisstjórn. Hvað á því að koma
í veg fyrir afturköllun ESB-umsóknarinnar? Pólitískt valdarán
öfgakenndra ESB-sinna í algjörum minnihluta, og ráðvilltir
ráðherrar eins og þær stöllur? Sem nú hafa enn og aftur opinber-
að sitt sósíaldemókrataíska eðli
Ríkisstjórn sem hefur ekki burði til að afturkalla ESB-umsóknina
eins og hún var kosin til með góðan þingstyrk að baki á að segja af
sér! Tíminn er á þrotum! Örfáar vikur til stefnu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er ekki talað um hvernig hin "hreyna vinstri”, óð fram í umsókn um Esb-ið og minnti sífellt á og gerði okkur kjósendur Sjálfstæðisflokks,sem var með þeim í Hrunstjórn,ábyrga fyrir hvernig komið var.--Kannski þeir taki við sér þegar við látum vel í okkur heyra.
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2014 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.