Sjálfstæðisflokkurinn ungar út sóíaldemókrötum!
14.4.2014 | 21:42
Fólk á hægri kanti íslenskra stjórnmála virðist enn ekki
hafa áttað sig á því að ekkert alvöru hægrisinnað framboð
er lengur til í íslenzkum stjórnmálum. Hvorki á landsvísu
né á sveitarstjórnarstígi. Allar kannanir styðja þetta!!
Sjálfstæðisflokkurinn sem í upphafi átti að vera málsvari
þjóðlegra borgaralegra gilda og viðhorfa, standa vörð um
réttarríkið, og að lögum og reglum sé framfylgt, er það ekki
lengur. Endalokin urðu í Hruninu mikla í samstarfi við hin
sósíaldemókrataísku öfl og í borgarstjórn á yfirstandandi
kjörtímabili með sömu öflum.
Enginn munur er t.d lengur á Sjálfstæðisflokknum í borgar-
stjórn og Gnarristaliði sósíaldemókratanna. Meir að segja
oddviti Sjálfstæðisflokksins er svo stækur sósíaldemókrati
að hann styður ESB-trúboðið heilshugar. Þá er mikill meiri-
hluti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ásamt hinu sósíal-
demókrataísku Gnarr-liði móti áframhaldandi flugvelli í
Reykjavík og styðja auk þess moskubyggingu öfga-íslamista
á einni bestu lóð í borginni og það endurgjaldslaust! Að ekki
sé talað um alla yfirbyggingu borgarinnar og skýjakljúfanna
alla í miðborginni sem hefur gert borgina að afskapnaði skipu-
lega séð. Allt í samstarfi við hina Gnarrísku-sósíaldemókrata.
Enda hrynur nú fylgið af Sjálfstæðisflokknum. Því munurinn á
honum og vinstriöflunum er enginn!
Og á landsvísu eru sömu sósíaldemókrataísku tilburðirnir.
Nema nú stendur til að unga út enn öðrum ESB-sinnuðum
sósíaldemókrataflokki. Undir hinni hlálegu nafnbót Hægri-
sinnaður Evrópuflokkur. Á sama tíma og alflestu hægri/ og
Íhaldsflokkar Evrópu andæfa sterkt gegn hinu OFURMIÐ-
STÝRÐA og GJÖRSPILLTA YFIRÞJÓÐLEGA Brusselvaldi
yfir þjóðum og einstaklingum. Misnotkun á pólitískum hug-
tökum til að rugla og blekkja fólk virðist ótakmörkuð!
Já hvenær ætlar fólk á hægri kanti íslenzkra stjórnmála að
vakna af sínum pólitíska Þyrnirósasvefni? Því á morgun
getur það verið orðið um seinan!
p.s já sem íhaldsmaður hvern andskotann á maður að kjósa
í komandi borgarstjórnarkosningum? Pírata? NEI TAKK!
Samfylkingin stærst í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég segi það sama. Mér finnst það alveg lyginni líkast, að fólk skuli ætla að kjósa þetta sama lið yfir sig og hefur verið við völd, þó að það vilji ekki flugvöllinn burt úr borginni, og kvarti og kveini yfir engu samráði við íbúanna, og að ekki sé á þá hlustað eða talað við þá, þegar er verið að skipuleggja hverfin og vill ekkert með þessi háhýsi hafa. Þú talar réttilega um moskuna. Hvað þá um rétttrúnaðarkirkjuna hérna í Vesturbænum, bákn úr takti við umhverfið? Hofsvallagöturuglið er annað, sem fólk hefur verið að bölsótast út af, en vilja endilega hafa þessa jólasveina, sem létu framkvæma þetta fyrir mörg hundruð þúsund krónur, við völd til að halda þessu rugli áfram, þótt fólk sé á móti öllu þessu, sem þeir vilja gera við borgina, og nenna heldur ekki að láta hreinsa hana almennilega, svo sómi sé að. En það er alveg satt, sem þú segir, að það er svo lítill munur á flokkum og stefnumálum í dag, miðað við sem áður var, að fólk verður alveg ruglað í ríminu og veit ekkert, hvað það á að kjósa. Sjálfstæðismenn hafa heldur ekki staðið sig nógu vel í borgarstjórninni, því miður, og svo er þetta ESB-mál að þvælast fyrir líka á sveitastjórnarstiginu. Sjálf hefði ég viljað sjá Júlíus Vífil í oddvitasætinu og held, að hann hefði verið betri þar en Halldór og halað inn fleiri atkvæði. Þetta Samfylkingarfólk hagar sér þannig bæði í borgarstjórninni og á öðrum sviðum stjórnmála, að ég er að gefast upp á þeim, og segi eins og þú, að ég veit ekkert, hvað best er að kjósa í komandi kosningum, því að ég er búin að fá meira en nóg af Degi og finnst hann hundleiðinlegur, og þetta lið hefur hagað sér þannig, að ég vil helst ekki, að það stjórni borginni lengur. Það vantar bara fólk í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins eins og Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson. Þá vissu allir, hvar þeir stæðu, og fyrir hvað borgarstjórnarflokkurinn sá stæði.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 22:36
Þetta er allt saman alveg rétt hjá þér, Guðmundur Jónas, - að mínu mati.
En hvers vegna gengur þú ekki fram fyrir skjöldu og safnar liði, ... safnar saman duglegum hægri sinnuðum mönnum, sem hafa hliðstæðar skoðanir og þú sjálfur. Raða upp mönnum á lista til þess að bjóða fram fyrir þessar kosningar til bæjarstjórnar í Reykjavík ?
Það er enn tími, ... það er enn nægur tími ef brugðist er við strax. Og ég er handviss um að það eru tugir, - jafnvel hundruð Reykvíkinga sem væru tilbúnir til þess að takast á við þetta verkefni, og festir myndu ekki þurfa að hugsa sig um tvisvar. En það þarf einhver að hafa kjark í sér til þess að byrja.
Og hverju er að tapa, eða er einhverju að tapa ?
Jú, ... því er að tapa að vinstri mennskan er að næla klónum í allt stjórnkerfið í Reykjavík.Er ekki nóg að nefna tvennt; ... EIR og ORKUVEITUNA ?
Þarf ég að nefna nokkuð fleira, ... er þetta ekki nóg til þess, að það "kvikni á perunni" ?
Tryggvi Helgason, 14.4.2014 kl. 22:57
Skondið alltaf þetta hjal um að Evrópa og ESB sé svo vinstri sinnuð.. þetta kort er síðan í gær, 13. apríl.
Það er nefnilega svo merkilegt að gömlu systurflokkar Sjálfstæðisflokksins í Evrópu eru ESB flokkar - má þar t.d. nefna flokk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands
https://fbcdn-sphotos-e-a.akamaihd.net/hphotos-ak-frc3/t1.0-9/1607126_10202519799130842_609235464984153766_n.jpg
Jón B (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.