Það er borgarastríð í Írak !


     Og enn berast hömulegar fréttir frá Írak.  Um 90 manns
drepið í dag og yfir 160 manns slasað.  Að halda því fram
að ekki fari fram borgarastríð í Írak er gjörsamlega út í
hött.  Innrásin í Írak voru mistök frá upphafi til enda.
Þeir sem neita slíku eru annað hvort blindir eða mjög
veruleikafirrtir.

    Það voru sömuleiðis mjög alvarleg mistök að nafn
Íslands skuli hafa verið bendlað við þetta rugl-stríð.
Þótt undirritaður sé stuðningsmaður núverandi ríkis-
stjórnar og sé mjög and-vinstrisinnaður var hann frá
upphafi mjög andvígur þessu heimskulega stríði.
Nú hefur annar stjórnarflokkurinn viðurkennt að
stuðningur Íslands við Íraksstríðið hafi verið mistök
vegna rangra upplýsinga við upphaf þess.  Er það
vel. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn varið þetta
stríð í bak og fyrir.  Hef aldrei skilið þessa endalausu
þjónkun sjálfstæðismanna við bandariska utananríkis-
stefnu, jafnvel þótt  hún oftar en ekki  birtist  sem
argasta heimsvaldastefna. Hefur ekkert með íslenzka
hægrimennsku að gera.

    Gott að Ísland sé laust við bandariskan her í dag.
Vonandi að því fylgi sjálfstæðari utanríkisstefna þannig
að jafn hörmuleg mistök verði aldrei gerð eins og þegar
Ísland var bendlað við jafn fáránlegt stríð og sem nú
geysar í Írak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband