Forsætisráðherra krafinn skýrra svara 17 júní !


    Tek undir með Evrópuvaktinni að 17 júní ræðu forsætis- 
ráðherra er beðið með eftirvæntingu. Alveg sérstaklega 
hvað hann mun segja um eitt stærsta sjálfstæðismál þjóðar-
innar um þessar mundir, þ.e afturköllun umsóknar Íslands
að ESB!   

   Forsætisráðherra á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga 
17 júní n.k getur með engu móti víkist undan því að ræða 
þetta mikilvæga sjálfstæðismál þjóðarinnar,  og þá   með 
skýrum og  afdráttarlausum hætti!  Hvenær a.m.k innan
örfárra mánaða verður ESB-umsóknin afturkölluð? 

   Bent hefur verið á að ríkisstjórnin sem slík er ekkert að
vanbúnaði að afturkalla þingsályktun vinstristjórnarinnar
frá 2010 um umsókn að ESB. Núverandi ríkisstjórn  er
ekkert bundin af henni enda nægur þingmeirihluti í dag
fyrir afturkölluninni.  Pólitískur vilji er eina sem þarf!

   Já ræða forsætisráðherra er beðið með mikilli eftir-
væntingu!  Ekki verður á annað trúað en að forsætisráð-
herra íslenska lýðveldisins standi undir nafni á sjálfum
þjóðhátíðardeginum og tilkynni afturköllun umsóknar 
Íslands að ESB! En umsókn sú var og er ein alversta 
tilræði að fullveldi og sjálfstæði Íslands frá fullveldis-
töku og stofnun lýðveldis á Íslandi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband