Framsókn stendur uppúr! Dagur mikillar vonbrigða !
16.6.2014 | 21:15
Dagur mikilla vonbrigða fyrir Reykjavík er senn að kvöldi
kominn, þegar afturhaldsömustu vinstriöflin hafa myndað
nýjan meirihluta ásamt píratískum anarkistum. Meirihluti
fordóma, andlýðræðislegra vinnubragða og hatursáróðurs.
Höfuðborg Íslands gat ekki fengið verri þjóðháðtíðargjöf,
en 17 júní er nú skammt undan þegar þetta er skrifað.
Ný saga haturs og fordóma hefur verið skrifuð strax á
fyrsta degi þessa borgarstjórnarmeirihluta. Þegar hann
tekur einn stjórnmálaflokk, sjálfan sigurvegara kosning-
anna, í pólitískt einelti, vegna þess að pólitík hans fellur
ekki í kramið á pólitískum ,,rétttrúnaðarhugsunarhætti"
vinstrimanna í borgarstjórn. - Á vinstrisinnuðu fagmáli
kallast það að ,,vera ekki stjórntækur" fyrir að lúta ekki
í einu og öllu í duft vinstrimennsku og skoðanakúgunar!
Ömurlegast er þó að horfa upp á undirlægjuhátt Sjálf-
stæðisflokksins gagnvart hinum nýja vinstrimeirihluta.
Já ömurleg var stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins
á síðasta kjörtímabili, nánast engin! Enda hrundi fylgið af
flokknum. En enn ömurlegri ætlar núverandi borgarstjórnar-
flokkur Sjálfstæðisflokksins að verða, undir forystu sósíal-
demókratans og ESB- sinnans Halldórs Halldórssonar.
Hafnar ekki bara eðlilegu stjórnarandstöðusamstarfi við
Framsóknarflokkinn, heldur tekur upp beint samstarf við
vinstrimeirihlutann um nefndarstörf og m.fl. Orðinn eins-
konar fimmta hjólið undir vinstra-meirihlutanum, eins og
hann var í raun allt síðasta kjörtímabili.
Í lok þessa ömurlega Dags í höfuðborg Íslands daginn
fyrir 17 júní virðist það vera Framsókn sem stendur uppi
með pálmann í höndunum. Sem íhaldsmanni og hægri-
sinna verður maður að játa það! Því á hvaða leið er þessi
Sjálfstæðisflokkur? Það virðist hulin ráðgáta! Alvarlegast
er þó það að hann virðist ekki hafa hugmynd um það
sjálfur, eins og meirihlutamyndanir hans í stærstu sveitar-
félögunum með sósíaldemókrötum (sbr Björt framtíð) og
nú síðast í Reykjavík ber með sér!
Gagnrýnir útilokun Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, Dagur Hundadagakonungur fær annað tækifæri...............
Jóhann Elíasson, 16.6.2014 kl. 21:28
Því miður Jóhann. Skelfilegt að þurfa að búa undir þessu
næstu 4 árin! ÖMURLEGT!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.6.2014 kl. 21:40
Þetta er ógeðfellt einelti sem þarna birtist opinberlega og er sennileg saknæmt athæfi af hálfu opinberra aðila.
Við slíku athæfi liggur fangelsisrefsing svo við ættum ekki að taka þetta léttilega heldur fordæma slíkt athæfi af fullri hörku.Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2014 kl. 21:49
Skrif bókhaldarans Guðmundar J. Kristjánssonar eru einhver versti fasismi sem birtist á klakanum. Þessi ljótu skrif byrjuðu af fullum krafti þegar G.J.K. fór að reka áróður fyrir hálfvita-framboð Guðmundar Franklíns: Hægri grænir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 21:54
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík pólitískt úrhrak.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 22:12
Þú þarna öfgasinni Haukur. Þú átt verulega bágt! Rasisti
þinn gegn íslenskri þjóð!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2014 kl. 00:55
Annars bara gleðilegan þjóðhátíðardag Íslendingar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2014 kl. 00:56
Þið eruð krúttlegir nöldrarar, glórulausir en krúttlegir.
Gísli Friðrik, 17.6.2014 kl. 07:48
Alveg dæmigert noldur úr herbúðum glórulausra öfga-vinstrimanna helteknir hatri og fordómum Gísli!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2014 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.