Er innra öryggi Íslands í molum?
27.7.2014 | 00:24
Hryðjuverkaógnin sem nú hvílir yfir Noregi er þörf ábending
til okkar Íslendinga! Því það sem gerist hjá frændum vorum
Norðmönnum, getur haglega gerst á Íslandi!
Já hvað með innra öryggi Íslands? Ekkert heimavarnarlið,
enginn sérþjálfuð fjölmenn vel vopnum búin öryggissveit,
og því síður öflug leyniþjónusta á við það sem gerist t.d á
hinum Norðurlöndunum.
Eftir að USA-herinn hvarf frá Íslandi virðast öryggis- og
varnarmál Íslands í molum! Ekki einu sinni lágmarkskrafan
um öfluga leyniþjónustu og eflingu Landhelgisgæslu kom í
kjölfarið! Hvað þá stofnun vara-lögregluliðs og stóreflingu
Víkingasveitar vel vopnum búin.
Ísland er NATO--þjóð! Hvers vegna hefur ekki verið sótt
um fé úr mannvirkjasjóði NATO til eflingu þeirra grunnþátta
í öryggis- og varnarmálum sem hér hefur verið nefnt? Ekki
síst þar sem lega Íslands á miðju Atlantshafi hefur aftur
öðlast hernaðarlega þýðingu fyrir okkar helstu vinaþjóðir!
Fyrir utan sívaxandi spennu í heimsmálunum í dag!
Það er HÖFUÐSKYLDA hvers ríkis að verja öryggi þegna
sinna. Bæði innanfrá og frá utanaðkomandi ógn, m.a hryðju-
verkum. Eiga Íslendingar ekki sömu kröfu og aðrar þjóðir
í þeim efnum? Eða á hinn ofur-óábyrgi séríslenski vinstri-
sinnaði heigulsháttur í öryggis-og varnarmálum enn að
ráða för? Og það þrátt fyrir nýja borgaralega ríkisstjórn?
Bönnuðu flug yfir miðborg Björgvinjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að bandaríki Norður Ameríkuhræðist slíkt, er skiljanlegt. Þeir hafa staðið fyrir morðum á miljónum manna um allan heim, og gert fleiri miljónir heimilislausar og allslausa. Að önnur rík, eins og England og Frakkland, hræðist slíkt. Er vegna starfa þeirra á kolonial tímabilinu.
Að Anders Breivik varð klikkaður í Noregi, er vegna þess að maðurinn er "konungasinni", og aðhyllist "feudal" samfélag. Hann er eins og þú, telur að Noregur þurfi að efla öryggi sitt, og því "fórnar" hann sér, til þess arna. Með öðrum orðum, stór klikkaður, svo ekki sé meira sagt. Svona svipað eins og þegar náttúrusinnar á Íslandi, drápu endurnar í sýningarskini um það hvað fyrir þær gætu komið.
Ísland á ekki að vera með í Nato. Og ekki heldur að vera með í neinu öðru samhengi, þar sem stríð er annars vegar. Því þó svo, að allir Íslendingar gerist hermen, gætu þeir ekki varið landið. Og, pólitískur byr í Evrópu, gæti breitst hvenær sem er ... sem þýðir það að vera Íslandsí NATO yrði Íslendingum að aldurtila.
Hlutleysi, er eina vörn Íslands.
Hitt er aftur á móti annað mál, og það er hvort Ísland gæti ekki sett upp leyniþjónustu net. Slíkt væri skynsamlegt, en þá þyrfti að ráða í það aðrar típur en þessa steroíd upp pumpaða fávita, sem hafa þjálfað alla vöðva líkamans og stækkað þá, á kostnað þess eina sem skiptir máli ... heilans.
Og þar með fíkur fyrir veður og vind að slíkt skuli líkjast norrænum leyniþjónustum. Því þeir eru fávitar, svo maður taki nú ekki sterkara til orða.
Leyniþjónust Israel, eða bandaríkjanna ættu Íslendingar að taka sér til fyrirmyndar. Þeir eiga að vinna utan landsteina Íslands, og ekki innan.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 08:31
Kerfi til að verja innri öryggis mál á íslandi hefur aldrei verið smíðað.
Bretar komu hér til að verja sína hagsmunni og hvort sem þeim eða okkur líkaði betur eða verr þá vernduðu þeir okkar hagsmuni í leiðinni og þrátt fyrir að Breski herinn væri fátæklegur og vanbúin þá skorti ekkert uppá vissu þeirra um sigur á þjóðverjum.
Þeir öfugt við okkur íslendinga lögðu af stað til að vinna stríðið. Það er mjög fjarri sanni að Íslensk stjórnvöld tækju þeim Bretum vel, enda voru þar fyrir hrokafull monthænsn og liðónýt til varna.
Minnimáttar kennd Íslendinga er því lík að þeir treysta bara útlendingum fyrir vörnum landsins og hreyta svo í þá ónotum fyrir vikið. En að þeir nenni sjálfir að standa í vörnum fyrir land og þjóð, nei það er af og frá.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.7.2014 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.