Gunnar Bragi á mála hjá ESB-trúboðinu! Hvað gera ESB-andstæðingar?


   Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Gunnar Bragi utanríkisráðherra
að litlar líkur séu  á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjör-
tímabilinu um umsókn Íslands að ESB. Sem er gott mál því um 
EKKERT er að semja um inngöngu Íslands að ESB, aðeins aðlögun.

   Hins vegar er það forkastanlegt hjá utanríkisráðherra að hafa 
ENGA STEFNU Í EVRÓPUMÁLUM, ekki einu sinni um það hvort 
draga skulu umsóknina til baka eða ekki. En sem kunnugt  er 
klúðraði utanríkisráðherra málinu gjörsamlega á síðasta þingi.
Trúlega vitandi vits eins og ESB-daður hans síðustu mánuði og 
misseri bera vitni um. Ekki síst í Úkraínu-deilunni þar sem 
ráðherra hefur flatmagað fyrir útþenslustefnu ESB í því máli og
flækt Ísland inn í þau átök ALGJÖRLEGA AÐ ÁSTÆÐULAUSU!

   Ístöðuleysi Gunnars Braga í Evrópumálum eru orðin æpandi 
og hlýtur að koma til kasta Alþingis nú strax í þingbyrjun! Því
stór meirihluti Alþingis sem andvígur er aðild Íslands að ESB 
getur ekki látið hringlandahátt Gunnars Braga viðgangast lengur!

   Þingmaður eins og Vigdís Hauksdóttir formaður Heimssýnar og
fjöldi annarra  þingmanna  andstæðinga ESB aðildar hljóta nú að 
skerast í leikinn með tillögu um að ESB umsóknin verði nú strax
dregin til baka.  Annað KEMUR EKKI TIL GREINA! Nema hún og
aðrir ESB-andstæðingar á þingi ætla gjörsamlega að tapa öllum
trúverðugleika sínum gagnvart kjósendum sínum með viðeigandi
afleiðingum!

   Ísland sem FORMLEGT umsóknarríki að ESB er algjörlega 
óþolandi ástand !  GUNNAR  BRAGI!!!!!!!!!!!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gunnar Bragi veldur mér ómældum vonbrigðum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2014 kl. 00:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnar Bragi á að sgja af sér Helga !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2014 kl. 00:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ekki skrtið að fylgið hrynji af Framsókn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2014 kl. 01:16

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Stjórnartíð þessara flokka fer nú að nálgast að vera hálfnuð og það hefur afskaplega lítið gerst.  Framsóknar flokkurinn er búin að komma sinni skuldar aðstoð af stað, en hefur öll þessi hjörð öll verið að vinna í því máli?  Útgerðir sem Steingrímur og Jóhanna drápu úr þróttinn eru en að hægja á sér, er það vegna þess að það á bara að vera svona.

Siður sjálfstæðis manna hefur lengi verið að fara í vörn á bakvið gardínur þá kommúnistar  sækja að þeim.  Hanna Birna þarf ekki að vænta neins stuðnings frá gardínu liði Sjálfstæðisflokksins þó ljóst liggi fyrir að það er myglan í ríkissaksóknara sem gefur þessu svonefnda lekamáli flug með sínar smitleiðir.  Hvar eru gögnin og hvar eru þeir sem hafa þau undir höndum?         

Hrólfur Þ Hraundal, 3.9.2014 kl. 07:10

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi hringlandaháttur, hjá Utanríkisráðherra, er með öllu óskiljanlegur og það getur ekki annað verið en að þingið grípi inní þetta mál í haust.  Nema að INNLIMUNARSINNARNIR beygi stjórnvöld AFTUR, sem væri sá mesti aumingjaskapur sem hægt væri að sýna..................

Jóhann Elíasson, 3.9.2014 kl. 09:20

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er óþolandi og lái mér hver sem vill, að segja skilið við stuðning og trú á utanríkisráðherra.

Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2014 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband