Morgunblaðið styður auðlindaákvæðið í stjórnarskrá


  Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag kemur fram
fullur stuðningur blaðsins við þá ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að binda ákvæðið um þjóðareign auðlinda í
stjórnarskrá. Morgunblaðið er því fyllilega samkvæmt
sjálfu sér hvað þetta varðar, því það hefur margsinnis
talað fyrir því að fiskimiðin verði skilgreind sem þjóðar-
eign í stjórnarskrá.

  Í Reykjavíkurbréfinu segir. ,,Alþingi Íslendinga hefur
sett lög, þar sem því er lýst yfir að íslenzka þjóðin
öll eigi fiskimiðin í kringum landið. Í öðru lagi hafa
komið fram hugmyndir um að þetta ákvæði skuli ekki
aðeins vera í lögum heldur einnig í stjórnarskrá lýð-
veldisins. Og af hverju hafa þær hugmyndir komið
fram? Ekki síst til þess að útiloka þann möguleika,
að þjóðin verði svipt þessari eign sinni með einfaldri
lagabreytingu á Alþingi."

  Og ennfremur segir Morgunblaðið.

  ,, Sú staðreynd að hér eru á ferð hópar, ungir
sjálfstæðismenn, útgerðarmenninir sjálfir og ýmsir
landskunnir fræðimenn, sem vilja koma fiskimiðunum
endurgjaldslaust í hendur útgerðarmanna, sem einka-
eign þeirra undirstríkar þýðingu þess, að setja ákvæði
um sameign þjóðarinnar að náttúruauðlindum í stjórnar-
skrá. Í því felst að það er útilokað að breyta eignar-
haldi á auðlindunum með einfaldri lagabreytingu  á
Alþingi. Þess vegna er stjórnarskrárákvæðið svo
mikilvægt. Og þess vegna eiga allir stjórnmálaflokkar
að ná samstöðu um þetta mál á Alþingi."

   Svo mörg voru þau orð og ber heilshugar að taka
undir þau. Fróðlegt verður því að fylgjast með hvernig
hin sundraða stjórnarandstaða bregst við þegar málið
kemur til afgreiðslu á Alþingi.  Því alveg er ljóst, að
hér er um pólitískt stórmál að ræða, sem snerta
heildarhagsmuni íslenzkrar þjóðar þegar til framtíðar
er litið. Mun stjórnarandstaðan bregðast í þessu
stórmáli eða mun hún sýna þjóðhollustu og styðja
stjórnarskrárákvæðið um að auðlindir Íslands séu
ÞJÓÐAREIGN, en ekki fárra útvaldra? Við því fást
svör næstu daga......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband