Uppgangur vinstri-öfgamanna
11.3.2007 | 21:01
Skv. hverri skoðanakönnuninni á fætur annari virðist vinstri-öfgamenn
vera í stórsókn á Íslandi. Maður spyr sig. Hvað er að gerast? Því
sósíalismi í dag er meiriháttar pólitisk tímaskekkja, ekki síst ef hann
þar að auki blandast bókstafstrú í umhverfismálum.
Já, Vinstri-grænir eru virkilega vinstri-öfgamenn, því með sínum
ofstopafullu viðhorfum hamla þér á móti öllu sem viðkemur fram-
förum og hagsæld þjóðarinnar. Ef þeirra afturhaldspólitík hefði fengið
að ráða s.l 12 ár ríkti hér meiriháttar stöðnun og kreppuástand, eins
og var í fyrrum kommúnistaríkjum í A-Evrópu.
Eins og alþjóð veit stóðu Vinstri-grænir t.d alfarið á móti sölu ríkisfyrir-
tækja. Það eitt hefði þýtt að ríkissjóður ALLRA LANDSMANNA hefði
orðið af HUNDRUÐUM MILJARÐA króna. Auk þess hefði ríkissjóður orðið
af TUGUM MILJARÐA króna ÁR HVERT í tekjuskatti af þessum sömu
fyrirtækjum. Menn geta því velt fyrir sér stöðu ríkissjóðs í dag ef allir
þessir hundruði miljarða hefðu ekki komið þar inn. Hvernig ætli t.d allt
velferðakerfið sem sósíalistarnir í Vinstri-grænum þýkjast svo bera mikið
fyrir brjósti væri á vegi statt ef hinar sósíalisku öfgar VG hefði ráðið för?
Þá er vert að menn hugi að stöðu Íslands í efnahagsmálum í dag hefðu
hin sósíalísku höft og bönn Vinstri-grænna mátt ráða. Hin magnaða útrás
íslenzkra fyrirtækja sem hefur haft meiriháttar jákvæð áhrif á hið íslenzka
þjóðarbú, hefði aldrei komið til ef sósíalistarnir í Vinstri-grænum hefðu setið
við stjórnvölinn. Hið mikla FRELSI í viðskiptalífinu, lykilinn af framförum og
verðmætasköpun, hefði aldrei komið til. Já, á Íslandi væri virkilega stöðnun,
eymd og kreppa í skattpíndu íslenzku samfélagi ef hugmyndarfræði sósíalistana
í Vinstri-grænum hefðu stjórnað.
En nú, einmitt vegna sterkrar stöðu ríkissjóðs og mikilla umsvifa í þjóð-
félaginu, sem núverandi ríkisstjórn hefur skapað, geta hinir afdönkuðu
sósíalistar í Vinstri-grænum komið fram fyrir alþjóð korteri fyrir kosningar og
boðið henni gull og grænum skógum. Það vill nenilega svo til að eftir 12 ára
farsælt ríkisstjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka er ríkissjóður nánast
skuldlaus.
Hræsni Vinstri-grænna í svokölluðum umhverfsimálum er svo kapituli út af
fyrir sig. Kárahnjúkavirkjun er þar gleggsta dæmið.
Ábyrgðarleysi Vinstri-grænna í öryggis-og varnarmálum og vanvirða gegn
ÞJÓÐLEGUM gildum og viðhorfum gerir þá enn hættulegri. Það, að þeir skulu
vilja Ísland eitt ríkja í heimi berskjaldað og varnarlaust er þvílíkt ábyrgðarleysi
í þjóðaröryggismálum að slíkur flokkur ætti helst ekki að mælast í skoðana-
könnunum hvað þá að fá hóp þingmanna kjörna á Alþingi Íslendinga. Slík er
hin öfgakennda alþjóðahyggja Vinstri-grænna, sem eru í raun ekkert annað
en vinstrisinnaðir róttæklingar á kolvitlausum stað og tíma.
Já, það er eðlilegt að menn hugsi þessa daganna og spyrji sig hvað sé
eiginlega að gerast í íslenzkum stjórnmálum? Samhliða uppgangi vinstri-
öfgamanna virðist sundrungin meðal stjórnarandstæðinga almennt aldrei meiri
en nú. Við slíkar kjöraðstæður hljóta ríkisstjórnarflokkarnir að sigra í vor.
Kjósendur taka enga áhættu þegar á hólminn kemur hvað varðar stjórnun
landsmála. Of mikið er þar í veði.!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill. Ég trúi ekki að þetta verði þeirra niðurstaða. Menn hljóta að fara að sjá í gegnum hvað SJS er margsaga eftir því hvar hann er staddur á landinu. Og að sjá í gegnum allar öfgarnar. Held líka að þegar menn spyrja sig um ríkisstjórn D+VG þá svari bísna margir nei við því.
Ragnar Bjarnason, 11.3.2007 kl. 21:20
Veistu hvað? ...ÉG var STÓR hægri sinnuð kvennalistakona!...en hvað er í boði núna?...
karlar í sjálfstæðidflokki (hæfari) of karlar í SamfylkiLKIngu (hæfaRI?) ,,,,nenni ekki að ræða frAMSÓKN OG FRJÁLSLYNDa!!
...ER KVENNALISTAKONA NÚMER1 OG ER VISSUM AÐ FYLGI sJÁLFSTÆÐISFLOKKS, sAMFYlkingar og Frjálslynda og framsóknae myndi aukast með konum....en þessir flokkar gera ekki ráð fyrir kosningarétti kvenna!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 23:06
Samkvæmt samantekt VG er vegur kvenna mestur í VG og Framsókn.
Ragnar Bjarnason, 12.3.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.