Grundvallarspurning sem ESB-sinnar hafa aldrei svarađ.


   Sem kunnugt er ţá er íslenzkur sjávarútvegur undanţegin 
EES- samningnum. Ţađ ţýđir ađ  Íslendingar hafa fullt og
óskorađ vald yfir 200 sm. fiskveđilögsögu sinni, en í henni
eru ein fengsćlustu fiskimiđ heims.   

  Viđ inngöngu  Íslands í Evrópusambandiđ (ESB) yrđi  Ísland
hluti af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB. Viđ ţađ glötuđu
Íslendingar forrćđi sínu yfir fiskveiđilögsögunni ađ öllu eđa ađ
verulegu leyti. Hins vegar er einni grundvallarspurningu enn
ósvarađ hjá ESB-sinnum, sem telja raunar litla hćttu á ađ
Ísland glati ţessu mikilvćga forrćđi. Og hún er sú hvernig
ţeir ćtla ađ koma í veg fyrir ađ ríkisborgarar ESB-landa ţ.á.m
útgerđarađilar ţeirra smeygi sig inn í fiskveiđilögsöguna bak-
dyramegin međ ţví ađ eignast meirihluta í íslenzkum útgerđum
og ţar međ kvótarétt ţeirra til veiđa í íslenzkri fiskveiđisögu?

  Sem kunnugt er ţá eru útlendingum óheimilt ađ eignast
mirihluta í íslenzkum útgerđafyrirtćkjum.  Ţetta er leyfilegt
vegna ţess ađ sjávarútvegurinn er undanţegin EES-samning-
num. Viđ inngöngu Ísland í ESB yrđi slíkt bann afnumiđ ţví
ţađ stćđist ekki grundvallarreglur Rómarsáttmálans um frjálsar
fjárfestingar innan ESB. Međ öđrum orđum. Ekkert vćri ţá til
fyrirstöđu ađ t.d Spánverjar, Portugalir, eđa  Bretar fćru ađ
eignast meirihluta í íslenzkum útgerđum, og ţar međ ţau  
veiđiréttindi sem ţćr hafa í íslenzkri fiskveiđilögsögu. Ţannig
vćri ekkert sem bannađi ţeim t.d ađ togarar ţessara útgerđa
sem ađ nafninu til vćru íslenzkir, yrđu látnir sigla međ aflan
beint t.d til Spánar eđa Portugals, án viđkomu í íslenzkum
höfnum. Ţannig fćri allur sá  virđisauki  af slíkum  afla  ađ
verulegu leiti úr landi, auk ţess sem skattekjur af hinu ódýra
vinnuafli erlendis viđ ađ vinna aflann ţar skilađi sér ekki í
íslenzkt ţjóđarbú. Ţetta hefur veriđ nefnt kvótahopp milli landa,
sem m.a hefur rústađ breskum sjávarútvegi. M.ö.o. Íslenzka 
fiskveiđilögsagan nánast galopnađist fyrir erlendum ríkisborg-
urum ESB til jafns viđ ţá íslenzku.

   Og ţá er ţađ grundvallarspurningin til Evrópusambandsinna.
Hvernig  ćtla ţeir ađ koma í veg  fyrir slíka  innrás útlendinga í
íslenzka fiskveiđilögsögu ţegar ţeir eru búnir ađ koma Íslandi
inn í ESB?

 Eđa er ţeim kannski fjandans  sama?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband