Morgunblaðið hampar Vinstri grænum
17.3.2007 | 22:03
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins virðist gert ráð fyrir
að ríkisstjórnin falli og að við taki ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Vinstri grænna. Vert er að spyrja hvort þetta
sé orðin almenn skoðun meðal sjálfstæðismanna?
Fyrir hvað standa Vinstri grænir? Það fer ekki á milli
mála að þeir standa fyrir meiriháttar þjóðfélagslegri
stöðnun. Stefna og hugsjónir Vinnstri grænna liggja
algjörlega fyrir. Vinstri grænir fela ekki sínar sósíalísku
skoðanir, þetta er klárlega mjög róttækur vinstrisinnaður
flokkur. Og slík pólitísk öfl ýst til vinstri álýtur Morgunblað-
ið vel koma til greina sem samstarfsaðili við Sjálfstæðis-
flokkinn. Sem borgarasinnað blað hefði maður mátt ætla
að Morgunblaðið skrifaði einmitt fyrir hinu gagnstæða.
Að það varaði kjósendur við uppgangi vinstrisinnaðra
öfgahópa í íslenzkum stjórnmálum, með því að hvetja þá
að kjósa áfram hin framfarasinnuð borgaralegu öfl sem
nú mynda ríkisstjórn á Íslandi. - Nei, nú eru sósíalistarnir,
sem eru í raun algjör tímaskekkja í íslenzkum stjórnmálum,
allt í einu orðrnir GÓÐUR VALKOSTUR fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn eftir kosningar að mati höfundar Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins.
Hvað er að gerast hjá Morgunblaðinu? Eða er þetta
virkilega orðin almenn skoðun meðal sjálfstæðismanna
líka? Ef svo er, hvað er þá orðið af hinum borgaralegu
sjónarmiðum? Að ekki sé talað um þau þjóðlegu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.