Íraksstríðið herfileg mistök!



    Fjögur ár eru í dag frá því að Bandaríkjamenn og
fylgissveinar þeirra réðust inn í Írak. Alltaf er að koma
betur og betur í ljós hversu herfileg misstök þessi
innrás var. Slæmt var ástandið í Írak fyrir, en marg-
fallt verra er það í dag og fer versnandi.

   Það voru sömuleiðis herfileg mistök að Ísland
hefur verið bendlað við þetta stríð. Verst er þó að
sumir vilja ekki viðurkenna það. Oftar en ekki eru
það blindir skósveinar Bandaríkjamanna,  og
hefur EKKERT með vinstri eða hægri að gera.
Það er eins og sumir haldi að það að vera and-
stæðingur bandariskrar heimsvaldastefnu þurfi
maður að vera vinstrisinni. Slík rökhyggja er út
í hött. Þess vegna er það alveg furðulegt hvað
t.d sjálfstæðismenn margir hverjir reynist erfitt
að viðurkenna Íraksstríðið sem meiriháttar mis-
tök,  og stuðningur Íslands við upphaf þess
sömuleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ljúft hér í den að geta sagt Þjóðverjum að við Íslendingar hefðum á sínum tíma neitað að lýsa yfir stríði á hendur þeim og Japönum - en það var þá skilyrði fyrir stofnaðild að Sameinuðu þjóðunum. Nú gengur það ekki, a.m.k. ekki með góðri samvisku.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:15

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála nafni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.3.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband