Morgunblaðið snuprar loksins Vinstri græna
20.3.2007 | 17:03
Í leiðara Morgunblaðsins í dag eru Vinstri grænir loksins
snuprarir varðandi hugmyndarfræði sína og stefnu eftir að
hafa verið hampað í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnudag. Gott er
að Morgunblaðið er smá að rámka við sér varðandi uppgang
vinstrisinnaðra öfgamanna í íslenzkum stjórnmálum.
Morgunblaðið spyr ýmissa grundvallaspurninga varðandi
STOPP-stefnu Vinstri-grænna og er bersýnilega að átta
sig á hvað er í vændum fái Vinstri grænir það mikla fylgi
sem þeim er spáð. ,,Hvernig ætlar flokkurinn t.d að
tryggja áframhaldandi atvinnuuppbyggingu og hagvöxt á
Íslandi? Hvernig ætlar hann að standa undir þeim stór-
auknu útgjöldum til velferðamála sem hann boðar?" spyr
Morgunblaðið.
Þá bendir Mbl á áform VG um hækkun skatta, stóriðju-
stopp, og það að ,, flokkurinn hefur líka horn í síðu
þeirrar atvinnugreinar, sem lagt hefur einna mest til
verðmætasköpunar á Íslandi undanfarin ár og stendur
með skattgreiðslum sínum undir t.d framlagi ríkisins til
allra háskóla landsins. Þetta er fjármálageirinn, sem
þingflokksformaður VG vildi helst að færi úr landi ,,fyrir
meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti." segir í leiðara
Mbl.
Þá fjallar Mbl um VG sem forsjárhyggjuflokk, tortryggni
á einkaframtakið almennt og yfirleitt, móti EES og Nato,
og segir ,,VG er líklega á móti fleiru en flokkurinn er með".
Það er gott að borgarasinnuð og frjálslynd öfl séu nú
loks farin að sjá fram á STÓRA-RAUÐA-STOPPIÐ í vor,
ef fram heldur sem horfir, og að vinstrisinnaður öfga-
flokkur eins og VG er nái hér kverkataki á íslenzku
atvinnulífi, sem klárlega mun leiða til meiriháttar stöðn-
unar og kreppu á komandi árum.
Við því þarf nú að bregðast, og það af festu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.