Íslandshreyfing - höll undir ESB?


   Mjög einstakt að stjórnmálaflokkur kynnir stofnun
sína án þess að hin pólitíska stefna liggi fyrir í helstu
málaflokkum. Þetta gerðist hjá Íslandshreyfingunni,
lifandi landi. Afstaða hennar til Evrópumála hefur
t.d ekki verið birt formlega.

   Komið hefur fram í fréttum að formaður hennar sé
hallur undir Evrópusambandsaðild. Vara-formður
meira hikandi. Þriðji aðal-stofnandi hreyfingarinnar
Jakob Frímann er hins vegar eindreginn ESB-sinni.
Þá vita allir af leyniþræði formanns og síðasta
formanni Alþýðuflokksins, sem er einn sterkasti
talsmaður ESB-aðildar á Íslandi.

  Íslandshreyfingin er sögð eiga að höfða til mið/
hægrisinnaðra kjósanda. Vitað er að innan Sjálf-
stæðisflokks er hópur sem vill skoða ESB-aðild
sem fyrst. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
viðurkenndi þennan hóp innan flokksins á dögunum,
og sagði berum orðum að flokkurinn myndi klofna ef
samþykkt yrði að Ísland sækti um aðild að Evrópu-
sambandinu. Inn á þessi grugguðu mið  ætlar
Íslandshreyfingin  augljóslega að sækja.

   Svo er það svo aftur umhugsunarefna og jafnvel
skondið. Að geta bæði verið mikill Íslanadsvinur á
landið og náttúri þess, jafnframt því að vera til-
búin að fórna stórum hluta af fullveldi þess og
sjálfstæði, sem sjálfkrafa gerist með ESB-aðild.

   Var einhver að tala um pólitískan tvískinnung?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband