Íhlutun norrænna krata í íslenzk innanríkismál?


    Upplýst hefur verið að nýkjörin formaður sænskra
krata, Mona Sahlin, og Helle Thorning Schmidt, for-
maður danskra krata, verði svokallaðir ,,heiðursgestir"
á landsfundi Samfylkingarinnar 13-14 apríl, þegar
aðeins tæpur  mánuður verður til alþingiskosninga á
Íslandi.

     Þessi stund og staður fyrir komu þessara norrænu
krataforingja vekur bæði í senn athygli og ekki síst
furðu. Er tilgangur heimsóknarinnar að hafa áhrif á
úrslit alþingiskosninganna á Íslandi í vor? Að koma
systurflokknum á Íslandi til hjálpar korteri fyrir kosn-
ingar, þ.s allt bendir til stórs taps hans í vor ?

    Reynist þetta rétt sem lítur út fyrir, eru þetta
klárlega grófasta íhlutun erlendra pólitískra afla í
islenzk innanríkismál um langt skeið. Í sannleika sagt
algjört hneyksli!

    Alþjóðahyggja krata er þekkt og þeim í blóð
borin. Þeir sjá því eflaust ekkert athugavert við
þetta.  Engu að síður er þetta afar gróf pólitísk
íhlutun erlendra stjórnmálaforingja til að hafa áhrif
á úrslit þingkosninga á Íslandi.

     Svona augljósleg íhlutun erlendis frá mun hins
vegar hafa þau áhrif að íslenzkir kjósendur munu
refsa Samfylkingunni í vor í enn ríkara mæli en
skoðanakannanir hafa sýnt til þessa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband