Stramsvík. Stækkun eða lokun!



   Í Kastljósinu í gærkvöldi kom skýrt fram hjá forstjóra
Alcans að fyrirtækið myndi neyðast til að loka í náinni
framtíð ef af stækkun yrði ekki. Raforkusamningurinn
við Alcan rennur út eftir 6 ár og eftir það væri líkurnar á
lokun mjög  miklar.

   Kom fram að fyrirtæki af þessari stærðargráðu væri
orðin óhagkvæm, ekki síst af því hversu framleiðslan
væri fjölþætt og kallaði á hagræðingu og væri stækkun
þar aðalmálið. Hundruði manna vinna hjá Alcan í dag
við mjög sérhæfð störf sem krefðust mikilla tæknimennt-
unar. Ljóst væri að mikilli þekkingu yrði kastað á glæ
ef fyrirtækið neyddist til að hætta.

   Kosningarnar n.k laugardag snúast þannig í raun
um að loka þessu mikilvæga fyrirtæki eða ekki.
Í dag eru einungis 2 álver starfandi og það þriðja
við það að hefja starfsemi. Allir heilvita menn sjá
hversu fáránlegt það er að neita þeim álfyrirtækjum
sem þegar eru starfandi um eðlilega endurnýjun
og stækkun. Um fjölgun þeirra má svo aftur
deila.

   Forkólfar andstöðunar gegn stækkun Alcan og
sem vilja stöðva alla framþróun á sviði iðnaðar og
skynsamlegrar orkunýtingar hafa því míkið á sam-
viskunni. - Þeir vinna að meiriháttar stöðnun og
kreppu á Íslandi á komandi árum komist þeir til
áhrifa. Áformin um lokun Alcans er þar skýrasta
dæmið. 

   Þess má svo að lokum geta að greiningardeildir
eru þegar farnar að spá gengislækkun og aukinnar
verðbólgu verði ekki af stækkun Alcan. - Stöðnun og
kreppa er því ekki neinn hræsluáróður komist 
umhverfissinnaðir öfgamenn til valda í vor. Það er
hverjum deginum ljósara!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

 

Sæll, Guðmundur það er allveg ljóst að náist ekki að stækka Alcan fjarar undan fyrirtækin, þróun í kertækni hefur fleygt það fram nú á síðustu árum að eldri álver sem ráða ekki yfir nýju kerunum er verið að loka hver á fætur öðru og tveimur  af álverum Alcan hefur nú verið lokað af þessum ásæðum tímin ræður aðeins hvenær röðin kemur að okkur staðreyndin er eindfaldlega sú.

Kv, Sigurjón Vigfússon

 

Rauða Ljónið, 27.3.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þetta með greiningardeildir og verðbólgu er nú ekki alveg rétt. Eftirfarandi er af vef Kaupþings (greiningardeild):

„Kosið um álver í Straumsvík á laugardaginn
Kosningin um stækkun álversins í Straumsvík sem fram fer næstkomandi laugardag gæti haft nokkur áhrif á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði, þ.e.a.s. ef stækkunin verður ekki samþykkt. Núverandi verðlagning krónunnar og skuldabréfa byggir sennilega á væntingum um að framkvæmdirnar verði að veruleika. Verði stækkuninni hinsvegar hafnað gæti það leitt til einhverrar lækkunar á gengi krónunnar og ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Ef stækkunin verður samþykkt má búast við áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan framkvæmdunum stendur. Ef stækkun álvers í Straumsvík verður hafnað telur Greiningardeild Kaupþings líklegt sú orka sem ætluð hefur verið stækkuðu álveri verði í staðinn notuð fyrir nýtt álver í Helguvík. Sú framkvæmd myndi sennilega hefjast á árinu 2008 en álversframkvæmdir í Straumsvík gætu hafist þegar á þessu ári. "

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband