Stefnuskrá Framsóknar lofar góðu!
10.4.2007 | 17:37
Framsóknarflokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag
fyrir komandi kosningar. Megininntak hennar er áfram
árangur, ekkert stopp. Er það í fullu samræmi við þann
mikla árangur og uppbyggingu sem hefur orðið á Íslandi
s.l 12 ár. Eitt almesta hagvaxtartímabil Íslandssögunar.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst vel í skoðana-
könnunum að undanförnu. Nú þegar rúmur mánuður er
til kosninga verður honum að takast að snúa þeirri stöðu
við og hefja virkilega FRAMSÓKN til að endurheimta sitt
fyrra fylgi aftur. Góð málefnastaða í farsælu 12 ára
ríkisstjórnarsamstarfi á að hjálpa þar verulega til.
Jón Sigurðsson er nýr formaður Framsóknarflokksins.
Hann nýtur mikillar virðingar og traust og hefur tekist að
skapa einingu innan flokksins. Jón hefur einnig skapað
flokknum nýja ímynd sem höfðar til grunngilda hans frá
upphafi. ÞJÓÐHYGGJA er nýtt hugtak sem Jón setti fram
á haustdögum til að undiristrika hin gömlu góðu gildi
Framsóknarstefnunnar. Í ljósi þessa er Evrópusambands-
aðild alls ekki á dagskrá. Það mun koma flokknum vel í
komandi kosningum.
Það yrðu mikil pólitísk mistök ef hin framfarasinnaða
borgaralega ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks tapaði kosningunum í vor, og STOPP-flokkarnir
kæmust til valda. Til að ríkisstjórnin haldi velli verður því
Framsóknarflokkurinn að fá ásættanlega kosningu.
Kjósendur sem vilja óbreytta ríksstjórn áfram þurfa að
hafa það í huga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.