Hrópandi tvískinnungur Íslandshreyfingar!


   Á framboðsfundi sjónvarpsins á Selfossi í kvöld
lýsti fulltrúi Íslandshreyfingar fullum stuðningi við
það að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.

  Hverskonar tvískinnungur er hér eiginlega á ferð?
Á sama tíma og Íslandshreyfingin segist vilja vernda
náttúru Íslands er hún á sama tíma tilbúin til að
FORNA stórum hluta af  sjálfstæði og fullveldi Íslands.
Þvílíkur pólitískur tvískinnungur!

  Ást á landi og náttúru þess er gott, en ekki síður á
þjóðinni sem landið byggir, og þeim stoðum sem gerir
hana  FRJÁLSA.

  Í kvöld gerði svokölluð ,,Íslandshreyfing" út um
sína pólitisku framtíð! Endanlega!
   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas !

Þakka þér fyrir góðan pistil. Sammála hverju orði þínu !

Hver andskotinn, er hlaupinn í Ómar ? Lepur hann stefnuskrá Samfylkingarinnar óbreytta, í þessum málaflokki, eða hvað ?

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Óskar. Skrítið að ,,elska" náttúru lands en vera jafnframt fjandans sama um þjóðfrelsi þess sama lands!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.4.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband