Ólíkar áherslur stórnarflokkanna í Íraksmálinu.


    Á flokksþingi Framsóknarmanna í vetur viðurkenndi
Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins  í fram-
söguræðu sinni að Íraksstríðið hvefði verið mistök og
aðkoma íslenzkra stjórnvalda að því. Málið varð þannig 
gert upp á flokksþingi Framsóknarmanna. Á nýsettu
landsþingi Sjálfstæðisflokksins í dag vek Geir H Haarde
forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ekki
einu orði að Íraksstríðinu, hvað þá að viðurkenna að þar
hefði átt sér stað stórkostleg mistök.

   Einn af ágöllum Sjálfstæðisflokksins  gegnum tíðina
hefur verið blind fylgispekt hans við Bandaríkin og utan-
ríkisstefnu þeirra. Sú fylgispekt byggðist trúlega mikils til
á veru bandariks hers á Íslandi. Við brotthvarf hans frá
Íslandi hefði mátt ætla að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ögn
sjálfstæðari gagnnvart  utanríkisstefnu Bandaríkjamanna,
en svo virðist alls ekki vera.

   Hef oft velt fyrir mér hinni blindu trú Sjálfstæðismanna á
bandariskri utanríkisstefnu, sama hversu öfgakennd og
vitlaus hún oft er. Það er eins og Sjálfstæðismenn trúi og
haldi að það  sé eitthvað órjúfanlegt samhengi milli þess
að  vera HÆGRI-SINNI og að styðja bandariska utanríkis-
stefnu út fyrir gröf og dauða. Janvel þótt hún endur-
speigli púra heimsvaldastefnu á köflum. Þvílík FIRRA!

    Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins sýndi
dirfsku er hann viðurkenndi mistökin í Írak.  - Saknaði
þeirrar dirfsku úr ræðu formanns Sjálfsstæðisflokksins
í kvöld........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Að sjálfsögðu ber fólki í þessum stöðum að sýna þann manndóm að viðurkenna mistök ef því hefur orðið á, en svo er það annað mál hvort viðkomandi hafi þá skoðun að um mistök sé alsekki að ræða??

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það voru mikil mistök að bendla Íslandi við Íraksstríðið. Annar
stjórnarflokkurinn undir forystu Jóns Sigurðssonar hefur viðurkennt þau mistök. Það ber að VIRÐA. Hinn stjórnarflokkurinn, Sjálfsstæðisflokkurinn þvert á móti ver þessi MISTÖK. Hef ALDREI skilið né sætt mig við þessa eilífða ÞJÓNKUN Sjálfstæðismanna við
bankariska útanríkisstefnu. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband