Óþolandi afskipti af íslenzkum innanríkismálum.

    

   Vert er að vekja athygli á og mótmæla  gróflegri
íhlutun norrænna krata í íslenzk innanríkismál nú
þegar tæpur mánuður er til alþingiskosninga. Koma
Monu Sahlin formanni sænskra krata og Hellu Thor-
ming Schmidt formanni danskra krata á flokksþing
Samfylkingarinnar í dag er ljóslega komin til þess
að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningarnar 12
maí n.k.
     
     Sú spurning vaknar hvort svo illa sé komið fyrir
Samfylkingunni að hún sé ekki lengur íslenzkur
stjórnmálaflokkur lengur, heldur útibú frá norrænu
kratafjölskyldunni. Það er með ólíkindum að helstu
stjórnmálaleiðtogar norrænna sósíaldemókrata
skuli leggja leið sína til Íslands ÖRFÁUM VIKUM fyrir
kosningar á flokksþing systursflokksins af því er
virðist gagngert til að HAFA ÁHRIF á niðustöðu
kosninganna Samfylkingunni í vil.

    Alþjóðahyggja sósíaldeókrata virðist engin
takmörk sett. Hins vegar munu íslenzkir kjósendur
lítt hrifnir af svona erlendum afskiptum og refsa
Samfylkingunni í kosningum í vor. -  Er það ekki
ábætandi á slæma stöðu Samfylkingarinnar um
þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég held að þú verðir nú að rökstyðja þessa fullyrðingu þína. Ég vona bara að Mona misnoti ekki kortið sitt í ferðinni!

Auðun Gíslason, 13.4.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband