Píratar anarkista & vinstri-róttækni tímaskekkja á Íslandi!


  Það er eins og það taki fleiri ár að pólitísk
þróun í Evrópu nái til Íslands.
Stórsigur danska
Þjóðarflokksins og mikil sókn þjóðhyggjunar  í
Evrópu undanfarin misseri er gott dæmi um þetta.

  Á sama tíma eru það hins vegar Pírata-anarkistar
og einhverskonar vinstri-róttækni (sbr 17 júní á
Austurvelli) sem 
virðast skora á Íslandi í dag.
Sem er algjör tímaskekkja við það sem á sér stað
úti í Evrópu.

  Rússar og önnur kommúnísk ríki yfirgáfu kommún-
ismann. Borgaraleg þjóðhyggja á kristnum grunni
tók við í Rússlandi og mörgum austantjaldslöndum.

  Í vestur Evrópu hafa borgaralegir þjóðhyggju-
flokkar unnið hvern sigurinn á fætur öðrum, í
mikilli andstöðu við hið nýja yfirþjóðlega Sovét,
Evrópusambandið.Nýlega var stofnaður hópur flokka
innan Evrópuþingsins  til  höfuðs  valdhöfunum í
Brussel. Ofurmiðstýringunni þar til mikillar
gremju.

  Spurningin er því hvenær en ekki hvort hin víð-
sýna þjóðhyggjuþróun í Evrópu nái til íslenskra
stjórnmála.

 ,,Íslenski Þjóðarflokkurinn" gæti þannig verið á
næstu grösum!  Vonandi !

 


mbl.is „Þjóðarflokkurinn sigurvegari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Íslenski þjóðarflokkurinn já,? Allt skal til vinna að ryðja þeim frá sem hreiðra um sig í gömlu flokkunum. Gera kröfur um afdráttarlausa stefnuskrá enga loðbrók.  

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2015 kl. 02:40

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlega Helga. Þjóðhollan borgaralegan flokk sem þjóðin
getur treyst!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.6.2015 kl. 09:29

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Helga Kristjáns. - líttu á stefnu Fullveldisflokksins, -  (fullveldisflokkurinn.net), - og skoðaðu hvort þar sé eitthvað sem þér líkar.

Tryggvi Helgason, 20.6.2015 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband