HÆGRI GRÆNIR álykta um hitamál
10.8.2015 | 20:50
Nú þegar sumri hallar eru HÆGRI GRÆNIR
þegar farnir að hita upp undir forystu
sins nýja formanns Helga Helgasonar. En
Hægri grænir eru eini stjórnmálaflokkur-
inn á Íslandi í dag sem skilgreinir sig
sem hægriflokk.Enda virðist hann og hans
áherslur og stefna mjög ólík öðrum flokkum.
Þannig ályktaði stjórn og framkvæmdaráð
HG um helstu hitamálin í dag á fundi þann
5 ágúst sl.:
Fundurinn ,,lýsir sig andvígan þátttöku
Íslans í efnahagslegum refsiaðgerðum ESB
gagnvart Rússlandi". Þarna í þessu hitamáli
virðist flokkurinn í algjörri andstöðu við
alla hina flokkanna, enda máið allt með ein-
dæmum og ekkert spáð í íslenska þjóðarhags-
muni, enda anarkista-Píratanir fljótir að
samþykkja ruglið.
Fundurinn ,,ítrekar stefnu flokksins að
Ísland segi sig úr Schengen og að EES sam-
ningurinn verði endurskoðaður". Enn og aftur
hefur hér HG algjöra sérstöðu meðal hinna
stjórnmálaflokkanna, enda alfarið andvígur
aðild Íslands að ESB AF PÓLITÍSKUM ÁSTÆÐUM.
Við eigum ekkert erindi í Schengen-ruglinu
eins og eyþjóðirnar Bretar og Írar, ekki
síst í ljósi innflytjendaöngþveitisins innan
ESB í dag.
Fundurinn vill að þjóðin fáí að ráða í
þjóðaratkvæðagreiðslu ,,hvort leyfa eigi
byggingu mosku og það á mest áberandi stað
á Íslandi" en sem kunnugt er hefur formaður
flokksins lýst því yfir á opinberum vett-
vangi að hann sé andvígur mosku á Íslandi.
Og enn og aftur hefur HG algjöra sérstöðu á
við aðra flokka á Íslandi í þessu mikla hita-
máli.
Þá lýsti fundurinn frati á stjórn Lands-
bankans vegna skýjaborgarhugmyndir hans um
nýja LBÍ-byggingu, og minnti enn á skulda-
leðréttingu HG fyrir síðustu kosningar sem
enn væri í fullu gildi.
Skv. þessu má sjá að Hægri grænir eru að
skapa sér algjöra sérstöðu í íslenskum stjórn-
málum, og á augljósa samleið með hinum hægri-
sinnuðu þjóðhyggjuflokkum sem nú skora hátt
í Evrópu, nú síðast Danski Þjóðarflokkurinn.
Enda flokkurinn stofnaður á Þingvöllum 17 júní
árið 2010.
Sem Hægri grænn hvet allt borgarasinnað þjóð-
holt fólk að skipa sér í sveit Hægri græna undir
nýrri forystu, landi voru og þjóð til heilla!
ÁFRAM ÍSLAND!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll herra Guðmundur Hægri grænn. Já, það er rétt hjá þér að við hugsum út fyrir rammann. Við ætlum ekki að láta 365 miðla og Rúv stjórna umræðunni í þessum málum. Við stöndum við það sem við segjum. Við munum leggja fram lykil áherslu atriði í næstu kosningum s.s. þjóðaratkvæðagreiðslur og skuldaleiðréttingu enda annað hrun á leiðinni að mínu áliti. Svo skuldaleiðréttingar stefna okkar í fullu gildi. Moska á Íslandi kemur ekki til greina að minni hálfu en ef það verður stefna HG verður það mál að vera samþykkt aðalfundar í mars á næsta ári.
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2015 kl. 21:27
Takk Helgi Helgason formaður Hægri Græna!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.8.2015 kl. 21:56
Gott hjá ykkur báðum, Guðmundur og Helgi.Við ættum að taka okkur Dani til fyrirmyndar að þessu leyti.
Kveðja,
Kristján Pétur
Kristján P. Gudmundsson, 12.8.2015 kl. 05:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.