Athyglisvert Reykjarvíkurbréf. Sjálfstæðismenn svari!


    Í Reykjavíkurbréfi Mb.l í dag er velt upp
ýmsum hugmyndum um stjórnarmyndanir
eftir kosningar. Afar athyglisverð eru skrif
höfundar um hugsanlegt samstarf Vinsri-
grænna og Sjálfstæðisflokksins.

   Í Reykjavíkurbréfinu er augljóslega horft til
Vinstri-græna sem álítlegan kost fyrir Sjálf-
fstæðisflokkinn. Þar segir. ,,Í fyrsta lagi er ljóst
að þessir tveir  flokkar eru sammála um það
grundvallaratriði í utanríkismálum,  að  Ísland 
eigi að standa utan Evrópusambandsins.
Jafnvel þótt að Steingrímur  J Sigfússon settist
í stól utanríkisráðherra í slíku stjórnarsamstarfi
yrði engin vandamál uppi af því tagi, að utan-
ríkisráðherrann væri alltaf að reka áróður fyrir
umsókn um aðild að ESB eins og Ingibjörg
Sólrún mundi gera".

   Hér eru stórtíðindi á ferð. Ritstjóri MBL opnar
á það að sósíalistar fái stól utanríkisráðherra
í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frá lýð-
veldisstofnun hefur ríkt um það samkomulag
meðal lýðræðisflokkanna að útiloka sósíalista
frá utanríkismálum og öllum þeim þáttum er lúta
að öryggis- og varnarmálum.  Hvað hefur breyst
í dag? Eru Vinstri-grænir ekki með sömu áhersl-
unar í öryggis-og varnarmálum og forverar þeirra
fyrr á árum?  Hvað með Sjálfstæðismenn? Hafa
orðið grundvallarbreyting á þeirra viðhorfum að
útiloka aðkomu sósíalista að utanríkismálum
Íslands, og þar með öryggis- og varnarmálum?
Breytt afstaða Mbl gefur sterkt tilefni til að um
það sé spurt. Ekki síst í aðdraganda kosninga.
 

    Þá víkur höfundur Reykjavíkurbréfsins að
Vinstri-grænum og veltir fyrir sér sósíalisma
þeirra og segir. ,,Þótt Steingrímur J. Sigfússon
eigi rætur í fyrrnefndri stjórnmálahreyfingu
sósíalista er hann í dag formaður fyrir flokki,
sem er nú fyrst og fremst grænn flokkur".

   Hvers konar rugl er þetta? Í hvaða fílabeins-
turni er ritstjóri MBL? Hefur það farið fram hjá
honum að ÖLL einkavæðing núverandi ríkis-
stjórnar á s.l árum var gerð í hatrammri and-
stöðu við sósíalistanna í Vinstri-grænum. ?
Vinstri-grænir hafa sýnt frá upphafi ótrúlega
forræðishyggju á  næstum öllum sviðum. Hvað
er það annað en púra sósíalismi?

    Reykjavíkurbréf MBL er það furðulegasta um
langan tíma, og vekur upp ótal spurningar....




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Merkilegt líka að Sjálfstæðismenn drifu sig í að klára raforkusamning við álver í Helguvík. Ætli það sé ekki svo VG geti sagt, í ríkisstjóarnarsamstarfi við íhaldið, það mál frá og geti ekkert aðhafst í því máli, tilheyrði fortíðinni...

spyr sá sem ekki veit.

Sveinn Arnarsson, 29.4.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þau eru oft furðuleg Guðmundur, þessi Reykjavíkurbréf og í beinu framhaldi er rökrétt að telja að Sjálfstæðismenn horfa vonar augum til VG um stjórnarsamstarf og ætla ekki lengur að stóla á Framsókn.

Jakob Falur Kristinsson, 30.4.2007 kl. 08:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fari svo Jakob umbreytist ég á svipstundu í harðan stjórnarandstæðing.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband