Jón Sigurðsson - góður leiðtogi!



   Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins
er að koma sterkur farm sem flokksleiðtogi og
stjórnmálamaður. Rökfesta hans og skýr pólitísk
markmið eiga vonandi eftir að skila honum og
flokki hans mikilvægum árangri nú þegar seinni
hluti kosningabaráttunnar er hafin.

  Miklilvægast er það að Jóni hefur tekist að ná
sáttum í flokknum, og  skerpt ímynd flokksins á
ný. Þar höfðar hann til grunngilda framsóknar-
stefnuar sem byggir í senn á samvinnuhugsjón
og þjóðlegum viðhorfum. Hann setti fram nýstár-
lega hugmynd um ÞJÓÐHYGGJU sem byggir á
heilbrigði þjóðrækni án hvers kyns fordóma.

  Jón segir að ,,,þjóðhyggja er það afl sem tendrar
endurreisn og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á
seinni tíð. Því er ekki svo háttað að í stjórnmálunum
takist á hægri stefna/sérhyggja/einstaklingshyggja
annars vegar, og sósíalisk jafnaðarstefna/stettar-
hyggja hins vegar. Miðjan í íslenzkum stjórnmálum
er ekki einhver misjafnlega heppin blanda, rugl eða
hræringur annara hugmynda eða stefnumiða. Miðjan
er sjálfstæður hugmyndafræðilegur póll sem á sér
sínar eigin stjórnmálalegu og hugmyndafræðilegu
rætur, og það er arfleifð evrópskrar þjóðhyggju eða
þjóðræknisstefnu undirokaðra smáþjóða álfunar."

   Hinn nýji formaður Framsóknarflokksins nýtur 
trausts og viðingar langt út fyrir raða Framsóknar-
manna.  Hann leiðir flokkinn í kjördæmi Reykjavík-
norður, og því mikilvægt að hann fái þar góða 
kosningu.  Hér með er skorað á alla frjálslynda 
framfarasinna sem einnig vilja standa vörð um 
þjóðleg gildi og viðhorf  og eru kjósendur í kjör-
dæmi Jóns að kjósa hann 12 maí n.k.  -

   Jón er traustur og ábyrgur stjórnmálamaður og
og fær því  mitt atkvæði  í kjördæmi Reykjavík- norður
á kosningadag........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Kærleiksrík og falleg ræða um foringja sinn,sem byggir á þjóðhyggju,sem tendrar endurreisn sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Erum við kannski búnir að missa sjálfstæðið undir 12.ára stjórn íhalds og framsóknar.Maður gæti haldið við lestur þessar ágætu greinar,að hinn eini og sanni Jón Sigurðsson væri endurborin.

Kristján Pétursson, 5.5.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka þér fyrir Kristján minn. En ólík er nú framtíðarsýn Jóns Sigurðssonar en formanns þíns Ingibjargar Sólrúnar, sem vill
afsala verulegum hluta af fullveldinu og sjálfstæði Íslands með
því að ganga í Evrópusambandið.  Hafi fullveldi og sjálfstæði Íslands verið skert s.l 12 ár þá er það EKKERT í samanburði  við það ef framtíðarsýn ykkar krata ná fram að ganga um aðild Ísland að ESD.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

..um aðild Íslands að ESB"  átti þetta að vera í lokin....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 13:33

4 identicon

Sæll félagi.

Það er gaman að sjá að þú ert aftur farinn að tjá þig um stjórnmál

á heimavelli,

kv. Árni Ben 

Árni Ingvi Benediktsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þessi sami maður sagði þegar hann var ritstjóri Tímans sáluga"Ég geri ekki meira fyrir flokkinn en hann gerir fyrir mig!" Segir þetta ekki allt um ykkar spillingarbæli?

 Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.5.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband